19. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 28.09.2017 kl. 16:15.
Mættir voru, Þóra Hjaltadóttir, formaður, Elísabet Ásgrímsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla / Álfaborgar, Helgi Tryggvason fulltrúi kennara, Kristján Árnason fulltrúi foreldra grunnskólans og Hjalti Már Guðmundsson fulltrúi foreldra leikskólans.
Fundargerð ritaði: Elísabet Ásgrímsdóttir
Gestur fundarins var: Þórdís Þórólfsdóttir deildarstjóri leikskólans
Dagskrá:
Valsárskóli / Álfaborg Kl. 16:15 |
a) Staða mála. Leikskóladeild: 24 börn eru á leikskólanum, 8 á ungbarnadeildinni og 16 eldri en tveggja ára, starfið hefur farið vel af stað. Varðandi rútuferðir leikskólabarna hefur sú ákvörðun verið tekin að börn yngri en fjögurra ára fari ekki í rútuferðir á vegum leikskólans og er það vegna öryggisviðmiðana Samgöngustofu. Grunnskólinn: 49 nemendur eru við grunnskólann. Sérstaklega hefur verið hugað að bættum námsárangri nemenda þetta misserið Borið hefur á því að nemendur í skólabíl hafa ekki viljað hafa beltin spennt. Skólanefnd bendir á að þeir sem ekki nota bílbelti eru ótryggðir ef óhapp hendir. Skólastjóri fór yfir notkun farsíma nemenda í skólanum sem ekki hefur verið til vandræða nú í haust.
b) Erindi dagsett 27.sept. frá Þóru Torfadóttur. Skólastjóri fór yfir málið og lagði til að farið yrði eftir viðmiðunarstundatöflu og skóladegi 1. – 4. bekkjar ljúki 13:40 alla daga vikunnar og boðið verði upp á biðtíma á mánudögum og miðvikudögum. Skólanefnd samþykkir tillöguna. |
|
Fundi lokið kl.18:30