Skólanefnd

4. fundur 05. febrúar 2019

 

 

Fundinn sátu: Inga Sigrún Atladóttir, Sigurður Halldórsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Inga Margrét Árnadóttir og Björg Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

Einnig mættir:

Þórdís Eva Þórólfsdóttir, fulltrúi starfmanna Álfaborgar

Helgi Viðar Tryggvason, fulltrúi kennara

Inga Sigrún Atladóttir, skólastjóri Álfaborgar og Valsárskóla

Hjalti Már Guðmundsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna

Dagskrá:

1.

Staða mála fyrir komandi skólaár - 1808012

 

Greint frá stöðu mála í Valsárskóla. Rennt yfir nemendafjölda og helstu dagsetningar.

 

Inga Sigrún, skólastjóri fer yfir stöðu mála. Vel gengur í grunnskólanum og munur á þegar færri árgangar eru í bekk. Kennarar ná að aðlaga námsefni betur að hópunum. Vel gengur að ná til þeirra sem þörf hafa á betri stuðningi. Innleiðing á nýju námsmati er enn í vinnslu, búið er að taka námsmatið í notkun en áfram er unnið með markmið, uppfærslu á Mentor og tölvuvinna aðlöguð að nýju umhverfi. Bekkjarstjórnun gengur betur með minna aldursbili, samvinna nemenda virðist ganga betur og áhugi þeirra og metnaður er mikill. Frávik í hegðun eru fátíð og gengur vel að vinna með.

     

2.

Skóladagatal allra deilda 2019-2020 - 1901025

 

Farið yfir skóladagatal 2019-2020

 

Umræður skapast um áætlun um að Álfaborg sé lokuð í 5 vikur í sumar. Skólanefnd óskar eftir að athugað verði hvað þyrfti að ráða marga sumarafleysingastarfmenn ef leikskólinn yrði lokaður í tvær vikur í stað 5 vikna og hver kostnaður yrði. Ingu Sigrúnu falið að kanna kostnað vegna sumarafleysingastarfsmanna og koma með tillögur að fyrirkomulagi. Umræða um opnun í Vinaborg á starfsdögum og viðtalsdögum. Skólastjóri tekur vel í þessar hugmyndir. Umræðu um skóladagatal frestað til næsta fundar.

     

3.

Tónlistarskóli, staða mála - 1407183

 

Tónlistarskóli: Farið yfir stöðu mála, fjölda nemenda, kennara, verkefni og hvernig starfsemin gengur

 

Inga Sigrún fer yfir starfið. Vel hefur gengið að tengja tónlistarnámið yfir í grunnskólann og leikskólann með söngstundum. Bekkjarkennarar fengu það verkefni að kenna tónmennt í samráði og samstarfi við tónlistarkennara. Starfið hófst í haust og þarf meiri tíma til þessa að hægt sé að sjá hver reynslan er. Þessi nálgun gefur kost á að tengja tónlistarnámið betur inn í almennt nám og skapandi starf innan skólans. Nemendur bjóða eldir borgurum uppá tónlistaratriði þegar þeir koma í hádegismat, tónlistarstarf er áberandi í starfi skólans. Tónlistarskólinn er á góðu róli, starfið blómlegt og nemendur virkir í þátttöku undir styrkri handleiðslu kennara.

     

4.

Álfaborg - leikskólaráðgjafi - 1901026

 

Til umfjöllunar eru skýrslur frá skólaskrifstofu um starfið og frá fjölskylduráðgjafa um starfið og samskipti. Farið yfir aðgerðaáætlun

 

Farið yfir samantekt úr heimsókn Sesselju Sigurðardóttur. Heimsóknin var að frumkvæði stjórnenda leikskólans. Samhæfing agamála og markmiðið að ná ró í starfinu voru útgangspunktar heimsóknarinnar. Margt kom fram í skýrslunni sem hægt er að vinna með og bæta, t.d. bæta samhæfingu og orðræðu. Beðið er skýrslu frá fjölskylduráðgjafa og þegar hún verður komin er hægt að skoða framhaldið. Skýrsla Sesselju verður nýtt í innra starf leikskólans.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. .