Skólanefnd

8. fundur 09. september 2019

Fundargerð

08. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 9. september 2019 kl. 19:00.

Fundinn sátu: Sigurður Halldórsson, Árný Þóra Ágústsdóttir og Inga Margrét Árnadóttir.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri.

Einnig mættir á fundinn áheyrnarfulltrúar:

Bryndís Hafþórsdóttir, fulltrúi starfsmanna Valsárskóla

Auður Hafþórsdóttir, fulltrúi starfsmanna Álfaborgra

Vilhjálmur Rósantsson, fulltrúi foreldrafélags Álfaborgar

Hilmar Dúi Björgvinsson fulltrúi foreldrafélags Valsárskóla

Dagskrá:

1.

Úttekt á stöðu leikskóla og grunnskóla eftir sameiningu - 1903011

 

Skólanefnd fór yfir úttekt frá StarfsGæði ehf sem gerð var fjórum árum eftir sameiningu. Skólanefnd leggur áherslu á að í úttektinni er bent á þrjár leiðir sem snúa að skipulagi stjórnunar leik- og grunnskóla, leiðir sem vert er að skoða hverja fyrir sig. Skólanefnd leggur til að starfsmenn skóla og stjórnir foreldrafélaga verði boðuð á fund þar sem farið yrði yfir þær tillögur sem fram koma í úttektinni. Lagt er til að sveitarstjórn mæti ásamt skólanefnd og fundur verði boðaður sem fyrst. Eftir þann fund mun skólanefnd leggja fram tillögu um fyrirkomulag stjórnar leik- og grunnskóla. Málinu vísað til sveitarstjórnar

     

2.

Bréf til skólanefndar - 1909006

 

Mál tekið fyrir með afbrigðum: Bréf til skólanefndar

 

Erindið kynnt. Málinu frestað til næsta fundar. Óskað er eftir skýringum frá skólastjóra á efni bréfsins.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:15.