Fundinn sátu: Inga Sigrún Atladóttir, Sigurður Halldórsson, Árný Þóra Ágústsdóttir og Inga Margrét Árnadóttir.
Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.
Áheyrnarfulltrúar:
Inga Sigrún Árnadóttir
Vilhjálmur Rósantsson
Auður Hafþórsdóttir
Guðríður Snjólfsdóttir
Dagskrá:
1. |
Erindi til skólanefndar vegna skólavistunar í Valsárskóla, Vinaborg - 1910017 |
|
Erindi frá foreldrafélagi Valsárskóla |
||
Eftirfarandi eru svör frá skólastjóra: |
||
2. |
Ráðning þroskaþjálfa-iðjuþjálfa við Valsárskóla - 1903014 |
|
Skólastjóri Valsárskóla óskar eftir framlengingu á samningi við starfsmann í stuðningskennslu úr skólaárið 2019/2020 |
||
Skólanefnd er samþykk áframhaldandi ráðningu stuðningsfulltrúa út skólaárið. Málinu vísað til sveitarstjórnar |
||
3. |
Ráðning skólastjóra Valsárskóla - 1912003 |
|
Drög að starfslýsingum skólastjóra Valsárskóla og Álfaborgar lagðar fram til kynningar. |
||
Drögin samþykkt og vísað til sveitarstjórnar. |
||
4. |
Erindi til skólanefndar - 1912004 |
|
Bréf frá foreldrum nemanda í Valsárskóla þar sem óskað er eftir viðbrögðum skólanefndar við umleitan þeirra á námsstuðningi og að ekki sé brugðist við ósk þeirra um stuðning |
||
Mikilvægt er að gott samstarf sé á milli foreldra og umsjónarkennara. Greining er í gangi í þessu tiltekna máli og þegar niðurstöður liggja fyrir verður aðstoðin unnin útfrá því. Samtal er á milli foreldra og kennara sem vonandi stuðlar að úrbótum fyrir nemandann. Heimili og skóli þurfa að vinna vel og markvisst saman. Skólanefnd óskar eftir að vera upplýst um gang mála. |
||
5. |
Fundir skólanefndar - 1912007 |
|
Mál tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna. Skólastjóri óskar eftir rökstuðningi fyrir því að ekki sé haft samráð við skólastjóra við skipulagningu funda skólanefndar |
||
Erindisbréf skólanefndar gerir ráð fyrir að skólastjóri hafi varamann og eðlilegt að staðgengill mæti þegar skólastjóri boðar forföll. |
||
6. |
Ósk um námsdvöld tveggja nemenda á leikskólaaldri - 1912002 |
|
Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki nefndarmanna. |
||
Vegna flutnings fjölskyldu með ung börn er óskað eftir vistun fyrir tvö börn í Álfaborg. Í ljósi erfiðrar stöðu í leikskólanum, mikil veikindi hafa verið og skortur á fagmenntuðum starfsmönnum er erindinu hafnað. |
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. .
Inga Sigrún Atladóttir |
|
Sigurður Halldórsson |