Fundargerð
13.. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í Valsárskóla, 29. apríl 2020 kl. 16:00.
Fundinn sátu: Sigurður Halldórsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Inga Margrét Árnadóttir og María Aðalsteinsdóttir.
Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.
Röng dagsetning var í fundarboði og leiðréttist hér með í upphafi fundar með samþykki fundarmanna.
Áheyrnarfulltrúar:
Harpa Helgadóttir fulltrúi grunnskólakennara
Svala Einarsdóttir, verkefnastjóri
María Aðalsteinsdóttir, tilvonandi skólastjóri
Hanna Sigurjónsdóttir fulltrúi leikskólakennara
Margrét Jensína Þorvaldsdóttir, leikskólastjóri
Guðríður Snjólfsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla
Dagskrá:
1. |
Barnvænt samfélag - 2004012 |
|
Sagt frá verkefninu Barnvænt samfélag en Svalbarðsstrandarhreppi býðst að vera þátttakandi árið 2020 |
||
Innleiðing Barnasáttmálans rædd og ákveðið að fá fulltrúa frá Giljaskóla til að deila reynslu sinni með starfsmönnum grunn- og leikskóla. Mat starfsmanna á hvort verkefnið sé framkvæmanlegt í ljósi þeirra breytinga sem er á skólastarfi með innkomu nýrra stjórnenda og fjölda verkefna sem verið er að vinna að, ræður hvort haldið verður áfram. Niðurstaða verður lögð fyrir sveitarstjórn. |
||
Samþykkt |
||
2. |
Skóladagatal allra deild Valsárskóla og Álfaborgar - 2004013 |
|
Skóladagatal 2020-2021 fyrir allar deildir leik- og grunnskóla, lagt fram |
||
Skóladagatal Valsárskóla og Tónlistarskóla lagt fram til samþykktar. Skólanefnd samþykkir skóladagatal Valsárskóla og Tónlistarskóla 2020/2021. |
||
Samþykkt |
||
3. |
Skólastarf Valsárskóli og Álfaborg 2020 - 2021 - 2004015 |
|
Skólastjórar og starfsmenn fara yfir lok skólaársins, ferðalög og skólaslit nemenda í Valsárskóla og Álfaborg. |
||
Svala fer yfir skólastarf Valsárskóla næstu vikur og fram að skólaslitum. Farið yfir skipulag kennslu og breytingar á fögum eins og smíðakennslu og heimilisfræði. Einhverjar breytingar verða frá hefðbundnu skólastarfi en gert er ráð fyrir að það form sem tekur gildi 4. maí gildi út skólaárið. Ferð til Kaupmannahafnar í maí er frestað og skólaslit verða með öðrum hætti en verið hefur. |
||
Samþykkt |
||
4. |
Starfsmannamál haust 2020 Valsárskóli og Álfaborg - 2004014 |
|
Starfsmannamál sumar og haust 2020. Valskárskóli og Álfaborg |
||
Auglýst hefur verið eftir kennara til afleysingar í Valsárskóla. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá ráðningu grunnskólakennara á fyrstu vikum næsta mánaðar. Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl. Fjölmargar umsóknir hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.
Sigurður Halldórsson |
|
Árný Þóra Ágústsdóttir |
Inga Margrét Árnadóttir |
|
María Aðalsteinsdóttir |
|
|
|