Skólanefnd

13. fundur 29. apríl 2020

Fundargerð

13.. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í Valsárskóla, 29. apríl 2020 kl. 16:00.

Fundinn sátu: Sigurður Halldórsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Inga Margrét Árnadóttir og María Aðalsteinsdóttir.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

Röng dagsetning var í fundarboði og leiðréttist hér með í upphafi fundar með samþykki fundarmanna.

 

Áheyrnarfulltrúar:

Harpa Helgadóttir fulltrúi grunnskólakennara

Svala Einarsdóttir, verkefnastjóri

María Aðalsteinsdóttir, tilvonandi skólastjóri

Hanna Sigurjónsdóttir fulltrúi leikskólakennara

Margrét Jensína Þorvaldsdóttir, leikskólastjóri

Guðríður Snjólfsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla

Dagskrá:

1.

Barnvænt samfélag - 2004012

 

Sagt frá verkefninu Barnvænt samfélag en Svalbarðsstrandarhreppi býðst að vera þátttakandi árið 2020

 

Innleiðing Barnasáttmálans rædd og ákveðið að fá fulltrúa frá Giljaskóla til að deila reynslu sinni með starfsmönnum grunn- og leikskóla. Mat starfsmanna á hvort verkefnið sé framkvæmanlegt í ljósi þeirra breytinga sem er á skólastarfi með innkomu nýrra stjórnenda og fjölda verkefna sem verið er að vinna að, ræður hvort haldið verður áfram. Niðurstaða verður lögð fyrir sveitarstjórn.

 

Samþykkt

     

2.

Skóladagatal allra deild Valsárskóla og Álfaborgar - 2004013

 

Skóladagatal 2020-2021 fyrir allar deildir leik- og grunnskóla, lagt fram

 

Skóladagatal Valsárskóla og Tónlistarskóla lagt fram til samþykktar. Skólanefnd samþykkir skóladagatal Valsárskóla og Tónlistarskóla 2020/2021.
Skóladagatal Álfaborgar lagt fram til samþykktar. Skólanefnd samþykkir skóladagatal að fengnu samþykki sveitarstjórnar vegan aukinnar yfirvinnu, skóladagatal þar sem gert er ráð fyrir opnun leikskóla milli jóla og nýjárs, og að greidd verði yfirvinna fyrir starfsmannafundi og þeir haldnir eftir vinnu.
Skólanefnd frestar ákvörðun um sumarlokun til fyrstu funda hautsins.

 

Samþykkt

     

3.

Skólastarf Valsárskóli og Álfaborg 2020 - 2021 - 2004015

 

Skólastjórar og starfsmenn fara yfir lok skólaársins, ferðalög og skólaslit nemenda í Valsárskóla og Álfaborg.

 

Svala fer yfir skólastarf Valsárskóla næstu vikur og fram að skólaslitum. Farið yfir skipulag kennslu og breytingar á fögum eins og smíðakennslu og heimilisfræði. Einhverjar breytingar verða frá hefðbundnu skólastarfi en gert er ráð fyrir að það form sem tekur gildi 4. maí gildi út skólaárið. Ferð til Kaupmannahafnar í maí er frestað og skólaslit verða með öðrum hætti en verið hefur.
Margrét Jensína fer yfir skólastarfið í Álfaborg næstu vikur. Leikskólinn gerir ráð fyrir að lokað verði klukkan 15 fram að lokum maí eða þar til annað verður ákveðið. Tíminn milli 15-16 verður notaður til að sótthreina leikföng. Skólanefnd samþykkir að leikskólinn loki kl. 15. Lokaferð verður með svipuðum hætti og verið hefur.
Skólanefnd hrósar starfsmönnum leik- og grunnskóla fyrir frábær störf á þessum tímum hafta og sóttkvíar. Skólanefnd hrósar sérstaklega þeim sem leitt hafa starfið á umskiptatímum áður en nýjir skólastjórar koma til starfa.

 

Samþykkt

     

4.

Starfsmannamál haust 2020 Valsárskóli og Álfaborg - 2004014

 

Starfsmannamál sumar og haust 2020. Valskárskóli og Álfaborg

 

Auglýst hefur verið eftir kennara til afleysingar í Valsárskóla. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá ráðningu grunnskólakennara á fyrstu vikum næsta mánaðar. Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl. Fjölmargar umsóknir hafa borist.
Skólastjóri Valsárskól leggur til að ráðinn verði 20%-30% í starf náms- og starfsráðgjafi sem myndi starfa 1-1,5 dag í viku. Ráðgjafinn nýtist bæði leik- og grunnskóla. Skólanefnd felur skólastjóra Valsárskóla að kanna með ráðningarform og hvort hægt sé að sameinast um ráðningu með öðru sveitarfélagi. Skólenefnd bendir á mikilvægi þess að hlúð sé að markmiðum heilsueflandi skóla og áherslu á geðrækt nemenda.

Auglýst verður eftir leikskólakennara í maí og auglýst verður eftir deildarstjóra sem kemur til starfa með haustinu. Þetta þýðir að gert er ráð fyrir tveimur deildarstjórum á Álfaborg. Þessi breyting hefur lítil áhrif á launalið og rúmast innan hans. Skólanefnd samþykkir.

Formaður skólanefndar víkur sæti næstu fundi, fyrsti varamaður er kallaður til og Árný verður formaður nefndarinnar þar til Inga kemur tilbaka.

 

Samþykkt

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.

 

 

Sigurður Halldórsson

Árný Þóra Ágústsdóttir

Inga Margrét Árnadóttir

María Aðalsteinsdóttir