Fundargerð
15. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 18. ágúst 2020 kl. 17:00.
Fundinn sátu: Sigurður Halldórsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Inga Margrét Árnadóttir, María Aðalsteinsdóttir og Margrét Jensína Þorvaldsdóttir.
Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri.
Einnig mættir á fundinn
Sigrún Rósa Kjartansdóttir fulltrúi starfsmanna Valsárskóla
Hanna Sigurjónsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfaborgar
Kristján Árnason fulltrúi foreldra Álfaborgar
Harpa Barkardottir fulltrúi foreldra Valsárskóla
Dagskrá:
1. |
Sameining skólaráðs Valsárskóla og foreldraráðs Álfaborgar - 2008001 |
|
Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 er kveðið á um að starfrækt skuli foreldraráð í leikskóla og samkvæmt lögum nr. 91/2008 er kveðið á um að starfrækt skuli skólaráð í grunnskóla. Hlutverk foreldraráðs/skólaráðs er að veita umsagnir til skóla og nefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir er varða starfsemi skóla og fylgjast með framkvæmd skólanámsskrár og kynningu þeirra fyrir foreldrum. |
||
Skólanefnd samþykkir þessa tillögu. Ákveðið að skólastjórnendur komi með tillögu að samsetningu að nefndinni. |
||
Samþykkt |
||
2. |
Reglur Vinaborgar - 2008002 |
|
Reglur vegna starfsemi Vinaborgar lagðar fram. |
||
Skólanefnd samþykkir drög að skipulagi fyrir Vinaborg eins og þau eru lögð fram en leggur áherslu á samstarf milli skólastjóra og deildarstjóra tónlistarskóla við skipulagningu tónlistarnáms. Starfsmenn Vinaborgar eru Gísli Arnarsson og Sólveig Sigurbjörg Sæmundsdóttir. |
||
Samþykkt |
||
3. |
Sumarlokun leikskólans Álfaborgar 2019 - 2001004 |
|
Álfaborg var lokuð í tvær vikur sumarið 2020. Farið yfir kosti og galla þessa fyrirkomulags |
||
Leikskólastjóri Álfaborgar leggur fram minnisblað þar sem farið er yfir kosti og galla þess að hafa leikskólann lokaðan í tvær vikur. Skoðanakönnun verður lögð fram þar sem þetta fyrirkomulag verður skoðað bæði hjá starfsmönnum og foreldrum. Skólanefnd ákveður að stofna vinnuhóp sem hefur það hlutverk að leggja fram tillögu um fyrirkomulag lokunar leikskóla. Fulltrúi skólanefndar í vinnuhópi Árný Þóra, foreldrafélag leikskóla leggur til fulltrúa og leikskólastjóri leiðir vinnuna. Gert er ráð fyrir að tillögur verði tilbúnar fyrir æsta fund. |
||
Samþykkt |
||
4. |
Skólastarf Valsárskóli og Álfaborg 2020 - 2021 - 2004015 |
|
Skólastarf þarf að aðlaga breyttum foresendum í samfélaginu. Skólastjórnendur fara yfir þær breytingar sem fyrirhugaðar eru næstu mánuði |
||
Farið yfir þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á skólastarfi og taka þær mið af þeirri stöðu sem er í samfélaginu vegna COVID. Gert er ráð fyrir að skólastarf verði óbreytt, setning skólans breytist varðandi aðkomu foreldra og gert er ráð fyrir að skólastarfið haldi sér að mestu. Tónlistarskóli verður ekki settur formlega en kennsla hefst þar 31. ágúst. |
||
Samþykkt |
||
5. |
Starfsmannamál haust 2020 Valsárskóli og Álfaborg - 2004014 |
|
Farið yfir ráðningar við grunn- og leikskóla skólaárið 2020/2021 |
||
Sigrún Rósa Kjartansdóttir hefur verið ráðin í Valsárskóla sem kennari, Gísli og Sólveig Sigurbjörg ráðin í Vinaborg. Aðrar breytingar hafa ekki orðið á starsmannahópi Valsárskóla. Starfsáætlun skóla verður skilað inn á næsta fundi skólanefndar. Litlar breytingar verða á hópi starfsmanna í leikskólanum. Tveir deildarstjórar eru starfandi við leikskólann, tveir starfsmenn verða í námi með vinnu |
||
Samþykkt |
||
6. |
Barnvænt samfélag - 2004012 |
|
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum nr. 51 skipan stýrihóps verkefnisins. Fulltrúi skólanefndar er formaður skólanefndar. |
||
Sveitarstjórn skipaði í stýrihóp og fulltrúi skólanefndar er formaður nefndarinnar. |
||
Samþykkt |
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
Sigurður Halldórsson |
|
Árný Þóra Ágústsdóttir |
Inga Margrét Árnadóttir |
|
María Aðalsteinsdóttir |