Fundargerð
16. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í Valsárskóla, 28. október 2020 kl. 17:00.
Fundinn sátu: Sigurður Halldórsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Inga Margrét Árnadóttir, María Aðalsteinsdóttir, Margrét Jensína Þorvaldsdóttir og Björg Erlingsdóttir.
Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.
Harpa Barkardóttir fulltrúi foreldra Valsárskóla
Heiðbjört Helga Arnardóttir, fulltrúi foreldra Álfaborg
Svala Einarsdóttir fulltrúi starfsmanna Valsárskóla
Hanna Sigurjónsdóttir, fulltrúi starfsmanna Álfaborgar
Dagskrá:
1. |
Valsárskóli, skólanámsskrá og starfsáætlun - 1911021 |
|
Starfsáætlun Valsárskóla 2020/2021 lögð fram til kynningar |
||
Til hagræðingar í skólastarfi og til að uppfylla viðmiðunarstundarskrá verður einni kennslustund aukið við nám nemenda í 5.-10. bekk. Starfsáætlun Valsárskóla verður yfirfarin af nefndarmönnum og samþykkt rafrænt að viku liðinni. |
||
Samþykkt |
||
2. |
Starfsáætlun Álfaborgar - 2010009 |
|
Starfsáætlun Álfaborgar 2020/2021 lögð fram til kynnngar |
||
Skólastjórn falið að vinna vinnureglur um tilkynningar og viðbrögð ef slys verða. Starfsáætlun Álfaborgar verður send nefndarmönnum og samþykkt rafrænt. |
||
Samþykkt |
||
3. |
Álfaborg - sérstök verkefni - 2010003 |
|
Kynning á vináttuverkefninu BLÆR |
||
Hanna Sigurjónsdóttir, starfsmaður Álfaborgar fer yfir verkefnið Blær. Verkefnið snýst um vináttu og vini, hugrekki og að vinna á móti einelti. |
||
Samþykkt |
||
4. |
Valsárskóli - daglegt starf - 2010005 |
|
Farið yfir almennt starf innan Valsárskóla skólaárið 2020/2021 |
||
Farið yfir fjölda nemenda í tónlistarskóla, 22 sækjar nám innan tónlistarskóla og tveir utan skólans. COVID hefur haft mikil áhrif á starf tónlistarskóla. |
||
Samþykkt |
||
5. |
Skólaráð 2020-2021 - 2009011 |
|
Farið yfir undirbúning að stofnun sameinilegs skólráðs foreldrafélags Valsárskóla og Álfaborgar. Ráðið situr til tveggja ára. |
||
Skólaráð hefur verið stofnað. Fresta þurfti fyrsta fundi vegna COVID en gert er ráð fyrir að hafa fund fyrir áramót. Nöfn fulltrúa í skólaráði má finna á heimasíðu skólanna. |
||
Samþykkt |
||
6. |
Starfsmannamál haust 2020 Valsárskóli og Álfaborg - 2004014 |
|
Breytingar verða á skipulagi í Álfaborg í kjölfar nýrra samninga milli sveitarfélaga og viðsemjenda. |
||
10 starfsmenn starfa við Álfaborg í 9 stöðugildum. Undirbúningstími og stytting vinnuvikunnar kallar á endurskipulagningu starfsins en COVID hefur sett strik í reikninginn. Áhersla er lögð á undirbúningstíma, deildarfundi og að Skólastjóri fundi með deidlarstjórum. |
||
Samþykkt |
||
8. |
Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar - 2010010 |
|
Reglugerð fyrir Tónlistarsóla Svalbarðsstrandar lögð fram |
||
Farið yfir reglugerðina. Skólanefnd fær reglugerðina til rafrænnar samþykktar. |
||
Samþykkt |
||
7. |
Reglur Svalbarðsstrandarhrepps varðandi nemendur sem óska eftir því að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum - 2010006 |
|
Sveitarstjórn óskaði eftir tillögum frá skólanefnd um viðmiðunarreglur varðandi stuðning við nemendur sem sækja tónlistarnám og eru eldri en 18. ára. |
||
Skólanefnd samþykkir reglurnar og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar. |
||
Samþykkt |
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
Sigurður Halldórsson |
|
Árný Þóra Ágústsdóttir |
Inga Margrét Árnadóttir |
|
María Aðalsteinsdóttir |
Margrét Jensína Þorvaldsdóttir |
|
Björg Erlingsdóttir |
|
|
|