Dagskrá:
1. |
Skólaráð 2020-2021 - 2009011 |
|
Nýtt skólaráð, sameiginlegt með Valsárskóla og Álfaborg hefur tekið til starfa, stefna skóla, skólanámskrá og áætlanir kynntar. |
||
Farið yfir skólaráð 202072021, verkefni og fundi sem haldnir hafa verið. |
||
Samþykkt |
||
2. |
Vinnueftirlitið reglubundin skoðun Valsárskóli - 2102012 |
|
Ábendingar Vinnueftirlits |
||
Athugasemdir bárust frá Vinnueftirliti sem verið er að vinna að. Ljóst er að gera þarf breytingar á eldhúsi í leikskóla og verða við athugasemdum Vinnueftirlitsins. María og Margrét Jensína skila til Vinnueftirlits tímasettum átælunum. |
||
Samþykkt |
||
3. |
Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar - 2010010 |
|
Tónlistarskóli Eyjafjarðar óskar eftir samtali um möguleika á auknu samstarfi eða samrekstri. |
||
Samtal hefur verið á milli Tónlistarskóla Eyjafjarðar og skólastjórnenda/sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps. Skoðað hefur verið hverjir kostir og gallar geti verið með sameiningu skóla. Skólastjórnendum Valsárskóla og sveitarstjóra falið að taka saman skýrslu þar sem farið er yfir helstu kosti og galla þeirra þriggja leiða sem færar eru; sér stjórnanda yfir Tónlistarskóla, einn skólastjóri yfir grunn- og tónlistarskóla og sameining við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Gert er ráð fyrir að skýrsla verði tilbúin fyrir skólaslit í vor. |
||
Samþykkt |
||
4. |
Stefna í skólamálum og sérstaða Álfaborgar og Valsárskóla - 2102014 |
|
Hugmyndir skólastjórnenda um sérstöðu Álfaborgar og Valsárskóla lagðar fram til kynningar |
||
Skólastjórnendur hafa verið að móta þá sérstöðu sem skólarnir geti markað sér í daglegu starfi. Báður skólar eru að horfa til gönguskíðaiðkunar að vetri og ræktun matjurta sem hægt er að nýta í skólann. Rætt um ræktun hraukabeða og þá möguleika sem hægt er að nýta staðbundið og án mikils tilkostnaðar. Skólastjórnendur munu kynna þessar áherslur eftir því sem málum vindur fram. |
||
Samþykkt |
||
5. |
Sumarlokun leikskólans Álfaborgar 2021 - 2102013 |
|
Niðurstöður skoðanakönnunar vegna sumarlokunar Álfaborgar sumarið 2021 lagðar fram |
||
Lagt fram minnisblað frá starfsmönnum leikskóla þar sem stungið er upp á 4 vikna sumarlokun. Starfsmenn ræddu einnig lokun í tvær vikur og enga lokun. Lokun í tvær vikur er erfið í framkvæmd en starfsmenn setja sig ekki á móti opnun allt sumarið þó svo þeir mæli með lokun í fjórar vikur. Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að leikskóli verði opinn allt sumarið. Gert er ráð fyrir að ekki þurfi að ráða afleysingarstarfsmann en ef breyting verður á verður óskað eftir viðauka til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
6. |
Viðauki 1 2020 - 2006003 |
|
Viðauki var veittur vegna verkefna sumarið 2020. Farið yfir framkvæmd og stöðu þeirra verkefna sem snúa að Álfaborg: vinnuaðstað starfsmanna, kaffiaðstaða starfsmanna, lagfæringu á forstofu, skólalóð ungbarnadeildar |
||
Skólastjórnendum og sveitarstjóra falið að fara yfir framkvæmdir sem unnar voru árið 2020 og skila skýrslu um framkvæmdir, það sem unnið hefur verið, ráðstöfun fjármuna, hvað eftir er og hvernig breytingar hafa komið úr. |
||
Samþykkt |
||
7. |
Álfaborg - upplýsingakerfi vegna daglegra samskipta við foreldra - 2102017 |
|
Til stendur að taka í notkun samskiptakerfi til að miðla upplýsingum úr daglegu starfi til foreldra barna á leikskólanum |
||
Skólanefnd styrður tillögu leikskólastjóra um að tekið verði upp samskiptakerfið Karellen. |
||
Samþykkt |
||
8. |
Starfsmannamál haust 2020 Valsárskóli og Álfaborg - 2004014 |
|
Farið yfir stöðu mála og lausar stöður |
||
Starfsmannamál eru stöðug í Valsárskóla og fjarvistir vegna veikinda fátíðar. Veikindi hafa verið tíðari í Álfaborg og starfsmenn lent í lengra veikindaleyfi. Auglýst verður eftir leikskólakennara á næstu vikum til starfa í Álfaborg. COVID hefur aukið álag á starfsmenn og hefur heft allt samstarf milli skóla og samvistir starfsmanna. |
||
Samþykkt |
||
9. |
Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags - 2102016 |
|
Óskað er eftir eftir samþykki á greiðslu kosatnaðar vegna námsvistar utan lögheimilissveitarfélags |
||
Skólnefnd samþykkir óskina og vísar til sveitarstjórnar |
||
Samþykkt |
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.