Skólanefnd

18. fundur 12. apríl 2021 kl. 16:15 - 19:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Inga Árnadóttir formaður
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Sigurður Halldórsson
Starfsmenn
  • María Aðalsteinsdóttir
  • Margrét Jensína Þorvaldsdóttir
Fundargerð ritaði: María Aðalsteinsdóttir Skólastjóri

Fundargerð

  1. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 12. apríl 2021 kl. 16:15.

Fundinn sátu: Sigurður Halldórsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Inga Margrét Árnadóttir, María Aðalsteinsdóttir og Margrét Jensína Þorvaldsdóttir.

 

Fundargerð ritaði: María Aðalsteinsdóttir, skólastjóri.

Einnig mættir á fundinn áheyrnarfulltrúar:

Foreldrafélags leikskóla, Hafrún Arnardóttir

Foreldrafélags grunnskóla, Harpa Barkardóttir

Fulltrúi starfsmanna Valsárskóla, Bryndís Hafþórsdóttir

Fulltrúi starfsmanna Álfaborgar, Hanna Sigurjónsdóttir

Dagskrá:

1.

Skóladagatal allra deild Valsárskóla og Álfaborgar - 2004013

 

Skóladagatal 2021/2022 Valsárskóla og Álfaborgar lagt fram til samþykktar

 

Skólastjórn leggur fram til kynningar skóladagatöl beggja skólastiga. Skólanefnd samþykkir.

 

Samþykkt

     

2.

Innra mat - Álfaborg - 2104003

 

Niðurstöður úr Skólapúls foreldrakönnun frá febrúar 2021 auk starfsmannakönnunar sem tekin var mars 2021. Skólanefnd telur niðurstöður jákvæðar.

 

Innra mat í Álfaborg kynnt. Margrét Jensína fór yfir niðurstöður í foreldra- og starfsmannapúls.

 

Samþykkt

     

3.

Innra mat - Valsárskóli - 2104002

 

Niðurstöður úr Skólapúls foreldrakönnun frá febrúar 2021 og nemendakönnun frá október 2020 auk starfsmannakönnunar sem tekin var mars 2021

 

Skólapúls var lagður fram til kynningar. Skólapúls frá nemendum, starfsfólki og foreldrum. Skólanefnd telur niðurstöður jákvæðar.

 

Samþykkt

     

4.

Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar - 2010010

 

Upplýsingar frá skrifstofustjóra um kosti og galla aukins samstarfs við Tónlistarskóla Eyjafjarðar

 

Skólanefnd leggur til að farið verði í viðræður við Tónlistarskóla Eyjafjarðar um tónlistarnám í Valsárskóla og vísar málinu til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

     

5.

Ytra mat Valsárskóla 2021 - 2104005

 

Lagt fram til kynningar

 

Skólastjóri kynnti ytra mat frá Menntamálastofnun. Skólanefnd lýsir yfir ánægju með niðurstöðuna og tækifæri til úrbóta.

 

Samþykkt

     

6.

Starfsmannamál 2021 ráðningar - 2104006

 

Auglýst hefur verið eftir matráði og kennara við leikskólann Álfaborg. Skólastjórn fer yfir stöðu mála

 

Skólastjóri Álfaborgar sagði frá auglýsingu um starf kennara. Ekki verður vandamál að fá starfsmann til starfa og lögð verður áherslu á tvítyngd börn.
Skólastjórn auglýsti eftir matráð fyrir báða skólana.

 

Samþykkt

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.

 

 

Sigurður Halldórsson

Árný Þóra Ágústsdóttir

Inga Margrét Árnadóttir

María Aðalsteinsdóttir

Margrét Jensína Þorvaldsdóttir