Dagskrá:
1. |
Starfsáætlun Álfabrog 2021-22 - 2109014 |
|
Starfsáætlun Álfaborgar lögð fram til samþykktar |
||
Fundarmenn samþykkja starfsáætlun Álfaborgar |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Sumarlokun leikskólans Álfaborgar sumarið 2022 - 2111013 |
|
Tillaga um sumarstarf Álfaborgar lögð fram til samþykktar |
||
Margrét Jensína leikskólastjóri lagði fram tillögu um sumarlokun leikskólans. Þannig verður leikskólinn lokaður en boðið upp á gæslu fyrir börn foreldra sem þurfa á því að halda. Með þessu móti vill leiksólastjóri gera meiri greinarmun á leiksólastarfi og gæslu þar sem erfitt er að vera með faglegt starf í leiksólanum vegna sumarleyfa starfsmanna og barna. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Starfsmannamál 2022 - 2111014 |
|
Áætlað er að nemendum á leikskólanum Álfaborg fjölgi árið 2022. Farið yfir skipulag og fjölda stöðugilda. |
||
Margrét Jensína skólastjóri, leggur fram minnisblað þess efnis að vegna fjölgunar barna, sérstaklega ungra barna, þurfi að fjölga um eitt stöðugildi í Álfaborg. |
||
Samþykkt |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.