Skólanefnd

24. fundur 04. janúar 2023 kl. 16:15 - 18:15 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Árný Þóra Ágústsdóttir formaður
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Vilhjálmur Rósantsson
Starfsmenn
  • María Aðalsteinsdóttir skólastjóri
Fundargerð ritaði: María Aðalsteinsdóttir Skólastjóri

Dagskrá:

1.

Sumarlokun leikskólans Álfaborgar 2021 - 2102013

 

Ákvörðun sumarlokunnar leikskólans Álfaborgar sumarið 2023.

 

Lagt er til að sumarlokun leikskólans Álfaborgar sumarið 2023 verði frá og með mánudeginum 10. júlí til þriðjudagsins 8. ágúst kl. 10:00.

 

Samþykkt

 

   

2.

Inntaka barna í leikskólanum Álfaborg - 1204004

 

Breytingar á inntökualdri barna í leikskólanum Álfaborg.

 

Skólanefnd leggur til að inntökualdur í leikskólann Álfaborg verði færður upp í eins árs aldur úr 9 mánuðum. Í ljósi breytinga á fæðingarorlofi úr 9 mánuði í 12 mánuði teljum við eðlilegast að leikskólinn taki við að því loknu. Skólanefnd leggur til að settar verði fram reglur um veitingu undanþágu fyrir yngri en 12 mánaða börn. Skólastjórn falið að semja reglur og leggja fyrir skólanefnd á næsta fundi.

 

Samþykkt

 

   

3.

Innra mat - Valsárskóli - 2104002

 

Skólastjóri kynnir niðurstöðu skólapúls nemenda Valsárskóla.

 

Kynnt fyrir skólanefnd. Leggjum áherslu á að Skólapúls verði áfram notaður í innra mati í skólanum.

 

Staðfest

 

   

4.

Innra mat - Valsárskóli - 2104002

 

Skólastjóri kynnir skólanámsskrá Valsárskóla 2022-2023.

 

Lagt fram til kynningar. Skólanefnd vill hrósa starfsfólki Valsárskóla og stjórnendum fyrir skýra skólanámskrá og frambærilega.

 

Staðfest

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.