Skólanefnd

27. fundur 28. september 2023 kl. 16:15 - 18:45 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Árný Þóra Ágústsdóttir formaður
  • Anna Karen Úlfarsdóttir í fjarveru Hönnu Sigurjónsdóttur
  • Vilhjálmur Rósantsson
Starfsmenn
  • Bryndís Hafþórsdóttir skólastjóri Álfaborgar
  • María Aðalsteinsdóttir skólastjóri Valsárskóla
Fundargerð ritaði: María Aðalsteinsdóttir skólastjóri

Dagskrá:

1.

Fjárhagsáætlun 2024-2027 - 2309003

 

Farið yfir fjárhagsstöðu málaflokksins er tengist skólanefnd.

 

Skrifstofustjóri mætti undir liðinn og fór yfir þá þjónustu sem veitt er í skólum Svalbarðsstrandarhrepps. Vakin var athygli á því að sveitarfélagið veitir margþætta og góða þjónustu án endurgjalds, t.d. fjóra vistunartíma elsta árgangs leikskólans, ferð í skólabúðir á Reykjum, hádegis- og morgunmat í grunnskólanum og hádegismatur i leikskólanum. Vísum jafnframt til sveitarstjórnar að huga að gjaldfrelsi morgunhressingar í leikskólanum til samræmis við grunnskólann.

 

Staðfest

 

   

2.

Starfsáætlun Valsárskóla - 2010009

 

Starfsáætlun Valsárskóla 2023-2024 lögð fram samþykktar.

 

Starfsáætlun Valsárskóla staðfest.

 

Staðfest

 

   

3.

Starfsáætlun Valsárskóla / Álfaborgar - 2010009

 

Starfsáætlun Álfaborgar 2023-2024 lögð fram til samþykktar.

 

Starfsáætlun Álfaborgar 2023-2024 staðfest.

 

Staðfest

 

   

4.

Réttur á skólavistun - staðfesting - 2109015

 

Skólanefnd staðfestir skólavist barna með lögheimili í Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Málinu frestað til næsta fundar.

 

Frestað

 

   

5.

Ytra mat Valsárskóla 2021 - 2104005

 

Kynning á lokaskýrslu vegna ytra mats Valsárskóla 2021 til Menntamálastofnunnar.

 

Skólanefnd hrósar skólastjóra og kennurum fyrir vel unnin störf og skýra framsetningu á ferli og niðurstöðum.

 

Staðfest

 

   

6.

Skóladagatal allra deild Valsárskóla og Álfaborgar - 2004013

 

Breyting á skóladagatali Valsárskóla 2023-2024 vegna námsferðar starfsfólks.

 

Skólanefnd samþykkir breytingu á skóladagatali 2023-2024.

 

Samþykkt

 

   

7.

Ákall um fjölskylduvænna sveitarfélag - 2306010

 

Erindi sem sveitarstjórn vísaði til skólanefndar og óskar eftir umsögn.

 

Á meðan að leikskólinn getur tekið á móti öllum börnum sem foreldrar óska eftir að fái pláss á leikskólanum telur skólanefnd að ekki sé þörf á að veita heimagreiðslur til foreldra. Skólanefnd telur að leikskólinn leggi áherslu á að veita góða þjónustu og mæta þörfum einstaklinga eins og hægt er. Starfsfólk á Hreiðri á hrós skilið fyrir faglega, stöðuga og ástríka umönnun.

 

Staðfest

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið.