Dagskrá:
1. |
Erindi frá foreldrum barna í Álfaborg - 2403005 |
|
Erindi frá hópi foreldra barna í leikskólanum Álfaborg. |
||
Bréf barst frá foreldri barns í Álfaborg. Farið var yfir efni bréfsins og því svarað efnislega. Skólanefnd vill þakka fyrir gott bréf og þann áhuga sem skólastarfinu er sýnt. Skólanefnd tekur undir áhyggjur af mönnunarvanda í leikskólum almennt. Jafnframt vill nefndin koma á framfæri að skólinn er vel settur með afleysingar. Bréfinu verður svarað efnislega. |
||
Staðfest |
||
|
||
2. |
Innra mat - Álfaborg - 2104003 |
|
Skólastjóri kynnir niðurstöðu skólapúls foreldra barna í Álfaborg. |
||
Skólastjóri kynnti niðurstöður skólapúls foreldra í Álfaborg. Niðurstöðurnar verða kynntar á foreldrafundi 3. apríl kl. 20:00, í matsal Valsárskóla. |
||
Staðfest |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20.