Sveitarstjórn

98. fundur 27. september 2022 kl. 13:00 - 17:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - 2111005

 

Smári Jónas Lúðvíksson verkefnastjóri umhverfismála mætir á fundinn ásamt Stefáni Gíslasyni eigandi Environice sem kemur í fjarfundabúnaði til að fara yfir nýja samþykkt um meðhöndlun úrgangs ásamt því að kynna drög að nýrri svæðisáætlun sem Stefán hefur verið að vinna að.

 

Drög að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs kynnt fyrir sveitarstjórn.

 

   

2.

Viðaukar - Fjárhagsáætlun 2022 - 2201004

 

Viðauki nr.3 við fjárhagsáætlun 2022 lagður fram til samþykktar sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjórn samþykkti viðauka 03 við fjárhagsáætlun ársins 2022 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 28.006 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 68.210 þús.kr.

 

   

3.

Fjárhagsáætlun 2023-2026 - 2208014

 

Launaáætlun 2023 lögð fram fyrir sveitarstjórn. Fjárhagsáætlunarrammi fyrir fjárhagsáætlunargerðina kynntur fyrir sveitarstjórn.

 

Lagt fram til kynnignar

 

   

4.

Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands - 1407044

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Mosfellsbæ dagana 2.-4. september 2022, skorar á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.

 

   

5.

Umsögn um tillögur starfshóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku - 2209008

 

Starfshópurinn hefur tekið til starfa og ákveðið að hefja samráðsferli, sveitarfélögum er gefin kostur á að senda inn sjónarmið sín um álitaefni í löggjöf um vindorku miðað við þá leið sem lögð er til.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá umsögn sveitarfélagsins í takt við umræður á fundinum.

 

   

6.

Breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 - íbúðarbyggð í landi Skóga í Fnjóskadal - 2209009

 

Leitað er eftir umsögnum við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 ? 2022 þar sem áformað er að skilgreina frístundarbyggð við Skóga, Fnjóskadal í íbúðarbyggð.
Á sama tíma er leitað umsagna vegna breytinga á deiliskipulagi Skóga.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem áformað er að skilgreina frístundarbyggð við Skóga í Fnjóskadal í íbúðarbyggð. Þá gerir sveitarstjórn ekki athugasemd við breytingu á deiliskipulagi Skóga.

 

   

7.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 25 - 2209002F

 

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

 

7.1

2209005 - Í upphafi kjörtímabils

   
 

7.2

2204009 - Verkefni sumarsins 2022 - opin svæði

   
 

7.3

2203007 - 2022 Vinnuskóli

   
 

7.4

2202009 - Umhverfisviðurkenning 2021

   
 

7.5

2208014 - Fjárhagsáætlun 2023-2026

   
 

7.6

1407215 - Sorpmál í Svalbarðsstrandarhreppi

   
 

7.7

2209006 - Atvinnumál í sveitarfélaginu.

   

 

   

8.

Flokkun Eyjafjarðar ehf 2022 - 2209007

 

Flokkun Eyjafjarðar ehf fundargerð aðalfundar lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

9.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar SBE - 2108010

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 46 lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir á fundinum sem tengjast Svalbarðsstrandarhreppi.
Sólheimar 17 - einbýlishús 2022 - 2208005
Sigurjón Friðjónsson, kt. 150664-2929, Blómvangi 5 220 Hafnarfirði, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 265,2 fm einbýlishúss á lóðinni Sólheimum 17, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Eyjólfi Valgarðssyni byggingartæknifræðingi dags. 2022-09-08.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Hallland 15 - Einbýlishús 2022 - 2205010
Haraldur Líndal Pétursson, kt. 130478-5499 Dalsbyggð 8 210 Garðabæ, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 327,1 fm einbýlishúss á lóðinni Hallland 15, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Rögnvaldi Harðarsyni dags. 2022-06-26.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

   

10.

Fundargerð stjórnar SSNE 2022 - 2208013

 

Fundargerð SSNE nr. 41 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

   

11.

2022 Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 272 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.