Sveitarstjórn

104. fundur 22. desember 2022 kl. 08:20 - 08:40 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jónumundur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar - 2212004

 

Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022,
samþykkir sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.

 

   

2.

Samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu - 2209003

 

Drög að samningi um umdæmisráð barnaverndar lögð fram til samþykktar.

 

Sveitarstjóra falið að undirrita samning um umdæmisráð barnaverndar hvort sem ákveðið verður að ganga til samninga á grundvelli hins nýja samnings, nefnd leið 1, eða samnings sem lagður var fram á 97. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps.

 

   

3.

Jafnlaunavottun sveitarfélaga - 1909003

 

Jafnlaunastefna Svalbarðsstrandarhrepps lögð fram til samþykktar.

 

Jafnlaunastefna lögð fram og samþykkt af sveitarstjórn.