Sveitarstjórn

134. fundur 07. maí 2024 kl. 14:00 - 15:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Bjarni Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson Sipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Hulduheimar 15 - 2205004

 

Rögnvaldur Harðarsson byggingarfræðingur sækir um fyrir hönd lóðarhafa um leyfi til stækkunar á húsi og að reisa bílgeymslu við húsið að Hulduheimum 15.
Umrædd bílgeymsla nær út fyrir byggingarreit, óskað er eftir að fá leyfi til að staðsetja bílgeymsluna sunnan við húsið.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. Mgr. 43.gr. skipulagslaga nr 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

 

   

2.

Erindi til sveitarstjórnar sem varðar skipulagsmál í Sunnuhlíð 3 - 2306014

 

Sunnuhlíð frístundabyggð ? breyting á aðalskipulagi. Sex vikna auglýsingatímabil skipulagstillögunnar kláraðist 3. maí síðastliðinn. Sveitarstjórn fer yfir innsendar athugasemdir.

 

Sex erindi bárust á auglýsingartímabili skipulagstillögunnar en ekki eru settar fram athugasemdir í erindinum. Sveitarstjórn samþykkir því auglýsta aðalskipulagstillögu skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulagsins.

 

   

3.

Erindi til sveitarstjórnar - gatnagerð í Sólheimum. - 2405000

 

Aðalsteinn Árnason sendir inn fyrir hönd íbúasamtakanna við Sólheima 1-9 erindi til sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjórn hefur skilning á sjónarmiðum sendanda varðandi áhrif framkvæmda á götuna en hafnar því þó að sveitarfélagið beri ábyrgð á tjóni sem á götunni, eða öðrum eignum, kann að verða vegna framkvæmda á svæðinu. Sveitarstjórn bendir á að um framkvæmdir á vegum einkaaðila er að ræða og því beri eigandi götunnar að leita bóta hjá framkvæmdaraðilum sem í hlut eiga sem valdið hafa skemmdunum.

 

   

4.

Erindi til sveitarstjórnar - Samkomuhús Svalbarðsstrandar - 2405001

 

Stefán Ari Sigurðsson fyrir hönd Ungmennafélagsins Æskunnar sendi inn erindi þar sem óskað er eftir því við Sveitastjórn Svalbarðsstrandarhrepps að ganga til samstarfs um stofnun Samkomuhúss Svalbarðsstrandar í húsnæðinu sem áður hýsti áhaldahús sveitarfélagsins.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

 

   

5.

Lóðir á Svalbarðseyri, hafnarsvæði - 2110005

 

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Svalbarðseyrarvegur 17 til umsækjenda: Stefáns Sveinbjörnssonar kt. 050850-2189 og Sigríði S. Jónsdóttur kt. 190853-2419.

 

   

6.

Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra. - 2405002

 

Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra tekinn til fyrri umræðu.

 

Samningi vísað til síðari umræðu. Sveitarstjóra falið að yfirfara samninginn frekar milli umræðna og vinna að breytingum á honum eftir atvikum, í takt við umræðu á fundinum.

 

   

7.

Skipulagsmál í Valsárskóla - 2404002

 

Farið yfir framkvæmdaráætlun Valsárskóla 2024 og tillögur að breytingu hennar.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fara í gerð nýrrar heimilsfræðistofu í Valsárskóla sem áætlað er að verði tilbúin haustið 2024. Breytingar gerðar á framkvæmdaráætlun þannig að kostnaður verkefnisins rúmast innan fjárhagsáætlunar 2024.

 

   

8.

Stjórnsýsluskoðun Svalbarðsstrandarhrepps - 1903010

 

Stjórnsýsluskoðun KPMG fyrir árið 2023 lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 35 - 2404001F

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 69 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

11.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð stjórnar SBE, dags. 20. mars 2024 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

12.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð aðalfundar SBE, dags 10. apríl 2024, lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

13.

Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands nr 287 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

14.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerðir sambands íslenskra sveitarfélaga nr 946 og 947 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

15.

Fundargerðir HNE - 2208016

 

Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands Eystra nr. 235 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

16.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 63 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

17.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar NO. nr. 298 lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.