Sveitarstjórn

136. fundur 04. júní 2024 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Anna Karen Úlfarsdóttir
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri

Dagskrá:

Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar mætti á fundinn til að fjalla um fyrstu tvo dagskrárliði fundarins.

1.

Meyjarhóll 2 – 2205006

 

Byggingarleyfisumsókn fyrir Meyjarhól 2, sótt er um að byggja 12,5 fermetra anddyri við íbúðarhúsið.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindi um byggingu 12,5 fermetra viðbyggingu anddyri á Meyjarhóli 2 sem óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 3. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr.123/2010, ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

 

   

2.

Túnsberg L152953 - umsókn um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku 2024.
- 2405007

 

Erindi frá landeigendum Túnsbergs, landeigendur óska eftir breytingu á aðalskipulagi.

 

Gestur J. Jensson vék af fundi undir þessum lið.

Erindi frestað.

 

   

3.

Upprekstur á afrétt - 2105003

 

Upprekstur á afrétt 2024.

 

Í sumar verður heimilt að sleppa sauðfé í Vaðlaheiði frá og með 22. júní og stórgripum frá og með 10. júlí. Búfjáreigendur eru beðnir að gæta að ástandi gróðurs í heiðinni áður en þeir sleppa fé sínu og fresta upprekstri ef ástæða er til.
Eigendur stórgripa eru minntir á það að stórgripum skal smalað fyrir lok október.
Einnig skal á það minnt að ekki má leyfa utansveitarmönnum að nota ógirt heimalönd eða afrétt til upprekstrar nema að fenginni heimild sveitarstjórnar, sbr. ákvæði 7. gr. fjallskilasamþykktar.

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps minnir landeigendur á ábyrgð þeirra varðandi viðhald girðinga. Landeigendur skulu hafa lokið viðgerðum á fjallsgirðingunni þannig að hún sé fjárheld áður en fé er sleppt í heiðina þ.e. fyrir 22. júní. Mjög mikilvægt er að fjallsgirðingunni, og þeim girðingum sem ætlað er að halda búfé í beitarhólfum, sé vel við haldið.
Sveitarstjórn minnir jafnframt á að lausaganga búfjár er bönnuð á vegstæðum þjóðbrauta innan fjallgirðinga í Svalbarðsstrandarhreppi. Búfjáreigendum ber að halda búfé sínu innan girðinga, þannig að það komist ekki í annarra manna lönd eða út á vegsvæði.

 

   

4.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 36 - 2405003F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

5.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 71 lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir tengd Svalbarðsstrandarhreppi.

 

1. Sólheimar 10 - einbýlishús 2022 - 2207004
Skútaberg ehf kt. 510108-0350 Sjafnarnesi 2, 603 Akureyri sækir um byggingarleyfi
vegna byggingar 65,5fm bílskúrs við einbýlishús á lóðinni Sólheimar 10 í
Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Rögnvaldi Harðarsyni hjá BÁ
Hönnun dags. 2024-04-02.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
2. Bakkatún 3 L226778 - umsókn um byggingarleyfi, raðhús - 2405007
M11 ehf kt. 4406130550 Mosateig 11, 600 Akureyri sækir um byggingarleyfi vegna
nýbyggingar fjögurra íbúða raðhúss samtals 246,6fm á lóðinni Bakkatún 3,
Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Haraldi Árnasyni hjá H.S.Á
Teiknistofu dags. 2024-04-01.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
3. Hulduheimar 15 (áður Hallland 15) - Einbýlishús 2022 - 2205010
Haraldur Líndal Pétursson kt. 130478-5499, Dalsbyggð 8 210 Garðabær sækir um
byggingarleyfi vegna byggingar 78,1fm bílgeymslu við einbýlishús á lóðinni
Hulduheimar 15, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Rögnvaldi
Harðarssyni hjá Rögg teiknistofa dags. 2023-10-03.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

   

6.

Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 288 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

7.

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 Fundargerðir - 2105001

 

Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 23. apríl 2024 lögð fram. Í lið 15 er óskað eftir samþykki sveitarfélaga í Eyjafirði fyrir því að endurskoða fjallskilasamþykkt Eyjafjarðar á vettvangi nefndarinnar.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

   

8.

Skólanefnd - 30 - 2405001F

 

Skólanefnd vísar til sveitarstjórnar tveimur tillögum um fyrirkomulag á styttingu vinnuvikunnar. Sveitarstjórn styður tillögu nr. 2 sem er eftirfarandi
Tillaga 2
Allir taka kaffi sem eru 35 mín. á dag.
Styttingu er safnað saman og leikskólanum verður lokað milli jóla og nýárs og dymbilviku. Ef fáir dagar eru milli jóla og nýárs þá verður lokað í haust og/eða vetrarfríi.

Skólanefnd vísar til sveitarstjórnar beiðni leikskólastjóra Álfaborgar um aukið stöðugildi vegna stuðnings a.m.k. til tveggja ára.
Sveitarstjórn frestar erindinu til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.