Sveitarstjórn

137. fundur 26. júní 2024 kl. 14:00 - 17:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Anna Úlfarsdóttir
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

Dagskrá:

Gestur Jónmundur Jensson vék af fundi við umfjöllun á lið 1)

1.

Túnsberg L152953 - umsókn um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku 2024 - 2405007

 

Erindi sem frestað var á 136. fundi sveitarstjórnar frá landeigendum Túnsbergs þar sem þeir óska eftir breytingu á aðalskipulagi vegna skilgreiningar nýs efnistökusvæðis á jörðinni.

 

Sveitarstjórn hafnar erindinu. Sveitarstjórn telur staðsetninguna óhentuga með tilliti til aðliggjandi lóða og ásýndar frá þéttbýlinu Svalbarðseyri auk þess að hafa neikvæð áhrif á Valsá og fossaröðina sem nýtur sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.


 

   

2.

Þórsmörk 3 - umsókn um byggingu gestahúss - 2403003

 

Eigandi að Þórsmörk 3 (L2160473), Stompur ehf, óskar eftir heimild sveitarstjórnar Svalbarðsstrandahrepps til að staðsetja gestahús að Þórsmörk 3 nær Grenivíkurvegi (vegnr. 83) en tilgreint er í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, gr. 5.3.2.5.d. Fyrirhuguð staðsetning gestahússins er í um 55 m fjarlægð frá Grenivíkurvegi (vegnr. 83)

 

Sveitarstjórn er fyrir sitt leyti samþykk því að gestahús á lóðinni standi nær Grenivíkurvegi en fram kemur í grein 5.3.2.5.d í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og felur skipualgsfulltrúa að afla undanþágu ráðherra vegna þess.

 

   

3.

Litli-Hvammur L152908 - viðbygging við núverandi einbýlishús - 2406004

 

Umsókn frá Katrínu Regínu Frímannsdóttur þar sem hún sækir um að fá að byggja við eldra íbúðarhús að Litla-Hvammi (L152908) en umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Kollgátu dags. 08.05.2024.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.


 

   

4.

Sólheimar 12 L225713 - breyting á byggingarreit v.bílskúrsbyggingar - 2404011

 

Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur borist byggingarleyfisumsókn frá Brynjólfi Árnasyni sem fyrir hönd eigenda Sólheima 12 sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 65,5 fm bílskúrs á lóðinni Sólheimar 12. Erindinu fylgja afstöðumynd og byggingarlýsing frá BÁ hönnun dags. 4. júní 2024. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um erindið.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

 

   

5.

Geldingsá lóð L172656 - umsókn um stækkun lóðar - 2406000

 

Árholt ehf. og eigendur jarðarinnar Sólbergs óska eftir hnitsetningu og um leið stækkun á lóðinni Geldingsá lóð (L172656). Á lóðinni er sumarhús í eigu Árna Vals Vilhjámssonar og var áður lóðarleigusamningur á lóðinni en í maí sl. var gerður kaupsamningur við Árna Val um hana ásamt stækkun. Lóðin er í dag skráð 6000 m² en myndi við stækkun verða 7907 m². Merkjalýsing unnin af Guðmundi H. Gunnarssyni dags. 05.06.2024 fylgir erindinu.

 

Sveitarstjórn samþykkir hnitsetningu og stækkun lóðarinnar Geldsingsá lóð (L172656) samkvæmt meðfylgjandi merkjalýsingu fyrir sitt leyti en bendir á að afla þarf undirskrifta allra skráðra landeigenda Sólbergs (L152933) á merkjalýsinguna sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 160/2024 um merki fasteigna.

 

   

6.

Hallland, íbúðarsvæði ÍB15, áfangi 2 - beiðni um breytingu á deiliskipulagi - 2406006

 

Hallland ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi Halllands, íbúðarsvæðis ÍB15, áfanga 2 þar sem bætt yrði við einni 2367 m² íbúðarhúsalóð, Hulduheimum 18, norðan við lóðina Hulduheima 17. Jafnframt yrði bætt viðaðkomu að nýju lóðinni. Hámarksstærð íbúðarhúss og bílgeymslu á hinni nýju lóð yrði 400 m²

 

Landnotkunarreitur ÍB15 í Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 er um 3,2 ha með hámarksþéttleika 3 íb/ha. Ekki er svigrúm í gildandi aðalskipulagi fyrir frekari þróun íbúðabyggðar til norðurs. Í vinnslu er rammahluti aðalskipulags - þróun byggðar í Vaðlaheiði þar sem gert er ráð fyrir nýjum landnotkunareitum undir íbúðarbyggð í framhaldi af núverandi íbúðarbyggð til norðurs. Samhliða auglýsingu tillögunnar verður mögulegt að vinna breytingu á deiliskipulagi. Sveitarstjórn hafnar því beiðni um breytingu á deiliskipulagi Halllands, íbúðarsvæðis ÍB15, áfanga 2 á grunni gildandi aðalskipulags.

 

   

Anna Karen Úlfarsdóttir vék af fundi undir lið nr.7

7.

Lóðir í landi Sólbergs - 2105002

 

Merkjalýsing fyrir landspildur í landi Sólbergs og breyting á afmörkun á lóðinni Traðir.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

   

8.

Erindi frá SSNE - 2311008

 

SSNE, samhæfð svæðaskipan farsældarráða,tillaga frá mennta- og barnamálaráðuneyti.

 

Sveitarstjórn líst vel á þá hugmynd að svæði farsældarráðs verði hið sama og starfssvæði SSNE.

 

   

9.

Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra. - 2405002

 

Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra,
síðari umræða.

 

Sveitarstjórn samþykkir samninginn.

 

   

10.

Tónlistarskólinn á Akureyri - 2406007

 

Erindi frá Tónlistarskóla Akureyrar.

 

Sveitarstjórn hafnar erindinu. Svalbarðsstrandarhreppur rekur Tónlistarskóla Eyjafjarðar ásamt öðrum sveitarfélögum við Eyjafjörð þar sem er í boði grunnnám í píanó.

 

   

11.

Hlutafjáraukning 2024 - 2406008

 

Erindi frá stjórn Greiðrar leiðar til hluthafa í Greiðri leið ehf.

 

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í hlutafjáraukningunni að sínum hluta,eða sem nemur kr. 31.930,-.

 

   

12.

Fjárhagur 2024 - 2406005

 

Staða fjármála eftir fyrsta ársfjórðung.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

13.

Fasteignamat 2025 - 2406010

 

Tilkynning um fasteignamat 2025 lagt fram til kynningar

 

HMS hefur gefið út fasteignamat 2025. Meðaltals hækkun húsnæðis á landinu er 4,3 % en meðaltals hækkun í Svalbarðsstrandarhreppi er 9,1 %. Þegar einstaka tegundir húsnæðis eru skoðaðar nánar í Svalbarðsstrandarhreppi þá má sjá að hækkun fasteignamats á íbúðahúsnæði er 7,3 %, sumarhús hækka um 21,0 % og atvinnuhúsnæði hækka um 7,4 %. Aðrar tegundir húsnæðis hækka minna.

 

   

14.

Samstarf um nýsköpun á Norðurlandi - 2406013

 

Frá Drift EA, kynning samstarf um nýsköpun.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

15.

Skólanefnd - 30 - 2405001F

 

Skólanefnd vísar til sveitarstjórnar beiðni leikskólastjóra Álfaborgar um aukið stöðugildi vegna stuðnings a.m.k. til tveggja ára. Bryndís Hafþórsdóttir skólastjóri Álfaborgar kom á fundinn undir þessum lið.

 

Sveitarstjórn samþykkir beiðnina til eins árs og felur skrifstofustjóra að leggja fram viðauka vegna breytinganna á næsta fundi.

 

15.4

2206003 - Starfsmannamál - Almennt

 

Niðurstaða: Skólanefnd - 30

 

Farið var yfir starfsmannamál í Álfaborg og Valsárskóla fyrir næsta skólaár. Skólanefnd vísar til sveitarstjórnar beiðni leikskólastjóra Álfaborgar um aukið stöðugildi vegna stuðnings a.m.k. til tveggja ára.

   

 

   

16.

Aðalfundur Greiðrar leiðar 2024 - 2406009

 

Fundargerð Aðalfundar Greiðar leiðar ehf.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

17.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 64 lögð fram til kynningar.

 

Fundagerð lögð fram til kynningar.

 

   

18.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 72 lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi mál var tekið fyrir tengt Svalbarðsstrandarhreppi.
1. Meyjarhóll 2 L217628 - viðbygging 2024 - 2405004
Heiðrún Guðmundsdóttir kt.020557-2229 Meyjarhóli 2, Svalbarðsstrandarhreppi sækir
um byggingarheimild vegna viðbyggingar 12.5fm anddyri við einbýlishús á lóðinni
Meyjarhóll 2, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Guðmundi
Gunnarssyni dags. 2024-05-04.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

   

19.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022-2026 - 2201013

 

Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 948 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

20.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 299 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.