Sveitarstjórn

139. fundur 12. september 2024 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jónmundur Jensson
  • Anna Karen Úlfarsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Fannar Freyr Magnússon
  • Arnar Ólafsson
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Sólheimar 4 L179714 - bygging stálgrindarhúss - 2408006

 

Lóðarhafar Sólheima 4 (L179714) sækja um byggingarreit undir 100,3 m² geymslu norðan við núverandi íbúðarhús á lóðinni og fylgja erindinu aðaluppdrættir frá Teiknistofu Akureyrar.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

 

   

2.

Framkvæmdaleyfi Geldingsá - 2409001

 

Erindi frá Vegagerðinni, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna styrkingar og breikkunar á vegi 8507-012 Árholtsvegi.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd og veitir Vegagerðinni framkvæmdarleyfi frá 15. ágúst 2024 til 30. júní 2025 til verksins.

 

   

3.

Kotabyggð 26 - beiðni um deiliskipulagsbreytingu - 2310002

 

Erindi frá síðasta fundi þar sem óskað var eftir deiliskipulagsbreytingu á lóðinni Kotabyggð 26 þar sem lóðinni yrði breytt í íbúðarhúsalóð. Óskað var eftir uppfærðu breytingarblaði þar sem heimilt yrði að reisa eitt íbúðarhús ásamt gestahúsi þar sem hámarks byggingarmagn yrði 300 m². Uppfært breytingarblað hefur borist frá Smára Björnssyni, dagsett í september 2024.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

 

   

4.

Þórsmörk 3 - umsókn um byggingu gestahúss - 2403003

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 26. júní sl. að aflað skyldi undanþágu hjá Innviðaráðuneyti frá gr. 5.3.2.5.d. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 vegna byggingar gestahúss á lóðinni Þórmörk 3 í um 55 metra fjarlægð frá Grenivíkurvegi. Afstaða Innviðaráðuneytis liggur nú fyrir og er undanþágan veitt.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

Heiðarbyggð 36 L204860 - bygging frístundhúss - 2409004

 

Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur borist byggingarleyfisumsókn frá Arnari Má Þórissyni vegna byggingar frístundahúss á lóðinni Heiðarbyggð 36. Byggingin fer út fyrir skilgreindan byggingarreit og er auk þess stærri en deiliskipulag Heiðarbyggðar gerir ráð fyrir. Þá er aðkoman að lóðinni í gegnum lóð nr. 32. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar umsagnar sveitarstjórnar um umsóknina.

 

Sveitarstjórn frestar málinu.

 

   

6.

Deiliskipulag Svalbarðseyri, Eyrin - 2006001

 

Fyrir fundinum liggur uppfærð deiliskipulagstillaga vegna deiliskipulagsbreytinga á Eyrinni, unnin af Landslagi, dags. 16.05.2024

 

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa skipulagstillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

7.

Rammahluti aðalskipulags - 2211008

 

Tekin fyrir að nýju rammahluti aðalskipulags - þróun byggðar í Vaðlaheiði. Erindið var síðast á dagskrá sveitarstjórnar þann 9. apríl s.l. eftir kynningu vinnslutillögu. Fyrir liggur tillaga að rammahluta til auglýsingar. Rammaskipulagið fjallar um þróun frístunda- og íbúðarbyggðar á svæði sem nær til sveitarfélaganna Svalbarðsstrandarhrepps og Eyjafjarðarsveitar og markar heildstæða stefnu um landnotkun sveitarfélaganna. Samhliða er unnið að breytingu á gildandi aðalskipulag fyrir hvort sveitarfélag. Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008 - 2020 frá Landslagi ehf, dags. 10. september 2024.

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að rammahluta aðalskipulags - þróun byggðar í Vaðlaheiði og tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögurnar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

8.

Bakkatún 13 - 2409005

 

Friðrik Heiðar Blöndal kt. 171076-4209 og Vilborg Magnúsdóttir kt. 230577-5959 Sækja um að fá úthlutað lóðina Bakkatún 13 L230765.

 

Sveitarstjórn samþykkir að útdeila lóðinni Bakkatún 13 til Friðriks Heiðars Blöndals kt. 171076-4209 og Vilborgar Magnúsdóttur kt. 230577-5959.

 

   

9.

Bakkatún 22 - 2205005

 

Jökuley ehf kt. 660624-1200 sækir um lóðina Bakkatún 22.

 

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatún 22 til Jökuley ehf kt.6660624-1200.

 

   

10.

Fjárhagur 2024 - 2406005

 

Viðauki II við fjárhagsáætlun 2024-2027, lagður fram til samþykkktar.

 

Sveitarstjórn samþykkir viðauka 02 við fjárhagsáætlun ársins 2024 sem gerir ráð fyrir að að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 24.438 þús kr. og handbært fé í árslok verði 61.329 þús.

 

   

11.

Erindi vegna lagareldis - 2409003

 

Lagt fram bréf þar sem óskað er eftir viðræðum um framtíðar samning.

 

Sveitarstjórn telur ekki forsendur til að taka afstöðu til erindisins á þessu stigi.

 

   

12.

Haustþing - 2409002

 

Boð á haustþing SSNE, haldið í Hofi 4. október 2024.

 

Erindi lagt fram.

 

   

13.

Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps - 2009005

 

Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Sveitarstjórn hefur tekið þá ákvörðun að loka almenningsbókasafni Svalbarðsstrandarhrepps en jafnframt efla skólabókasafn sveitarfélagsins. Bókasafninu verður lokað frá og með 1. nóvember 2024. Sveitarstjórn hefur óskað eftir að hefja samtal við Akureyrarbæ um þjónustusamning við Amtsbókasafnið fyrir íbúa Svalbarðsstrandarhrepps. Með ákvörðun sinni telur sveitarstjórn að verið sé að bæta bókasafnsþjónustu við íbúa sveitarfélagsins.

 

   

14.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 76, 77 og 78 lagðar fram til kynningar.

 

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir er tengjast Svalbarðsstrandarhreppi.
1. Sólheimar 12 L225713 - umsókn um byggingu bílskúrs - 2408001
Fannar Jósef Viggósson kt. 110163-4879 Bogabraut 18, 545 Skagaströnd sækir um
byggingarheimild vegna byggingar 65fm bílskúrs við einbýlishús að Sólheimum 12,
Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Rögnvaldi Harðarssyni hjá BÁ
hönnun dags. 2024-06-05.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2. Sólheimar 10 L225712 - bílskúr 2024 - 2404053
Skútaberg ehf. kt. 510108-0350 Sjafnarnesi 2, 603 Akureyri sækir um byggingarleyfi
vegna byggingar 65.5fm bílskúrs við einbýlishús á lóðinni Sólheimar 10,
Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Rögnvaldi Harðarsyni hjá BÁ
Hönnun dags. 2024-04-02.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3. Litli-Hvammur L152908 - byggingarleyfi v. viðbyggingar - 2405014
Katrín Regína Frímansdóttir kt. 080959-5249 Bandaríkin 000, sækir um byggingarheimild
vegna byggingar 186fm viðbyggingar við einbýlishús á lóðinni Litli-Hvammur L152908 í
Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Ragnari Frey Guðmundssyni hjá
Kollgátu dags. 2024-05-08.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4. Geldingsá lóð nr.15 L193011 - umsókn um flutning sumarhúss frá Höskuldsstöðum
til Geldingsár lóðar 15 - 2408004
Elva Sigurðardóttir kt.080560-4869, Lyngholti 24, 603 Akureyri sækir um
byggingarheimild vegna flutnings og byggingar 93,5fm frístundahúss á lóðinni Geldingsá
nr.15 L193011, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Þresti Sigurðssyni
hjá Opus ehf. dags 2024-08-15.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.