Sveitarstjórn

140. fundur 24. september 2024 kl. 14:00 - 15:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hann Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Bakkatún 2 - 1811005

 

Eigendur Bakkatúns 2 sækja um að breyta Bakkatúni 2 í 2 fasteignanúmer.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

   

Gestur Jensson vék af fundi undir næsta lið.

2.

Erindi til sveitarstjórnar - 2308003

 

Erindi frá Hárinu 1908. Ósk um styrk frá sveitarfélaginu til að skipuleggja bæjarhátíð með sama sniði og var gert árin 2022 og 2023.

 

Erindinu er vísað frá vegna breyttra forsenda.

 

   

3.

Erindi frá SSNE - 2311008

 

Erindi frá SSNE, ósk um samstarf sveitarfélaga v.RECET verkefnisins.

 

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga vegna verkefnisins.

 

   

4.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 65 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

5.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 951 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

6.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis Skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 79 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi mál var tekið fyrir er tengist Svalbarðsstrandarhreppi.
Þórsmörk 3 - gestahús 2024 - 2403006
Stompur ehf. kt. 640820-1520, Þórsmörk 3, 606 Akureyri sækir um byggingarheimild til
að staðsetja um 37,7 fermetra gestahús á lóðinni Þórsmörk 3 (L222405),
Svalbarðsstrandarhreppi en gestahúsið er þegar byggt og stóð áður í landi Geldingsár.
Erindinu fylgja uppdrættir frá Þóri Guðmundssyni hjá teiknistofu Þ.Guðmundsson, dags.
02.03.2024.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.