Sveitarstjórn

141. fundur 08. október 2024 kl. 14:00 - 15:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jónmundur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólarfur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúri Eyjafjarðar
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Rammahluti aðalskipulags - 2211008

 

Tekin fyrir að nýju rammahluti aðalskipulags - þróun byggðar í Vaðlaheiði. Erindinu var vísað í kynningarferli þann 7.desember 2023 sem lauk þann 14.mars 2024 og hefur nú verið unnið úr þeim athugasemdum sem bárust. Þá hafa komið fram tillögur að breytingu frá Eyjafjarðarsveit frá síðustu umfjöllun. Fyrir liggur nú tillaga að rammahluta til auglýsingar. Rammaskipulagið fjallar um þróun frístunda- og íbúðarbyggðar á svæði sem nær til sveitarfélaganna Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps og markar heildstæða stefnu um landnotkun sveitarfélaganna. Samhliða er unnið að breytingu á gildandi aðalskipulag fyrir hvort sveitarfélag. Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018 - 2030 frá Landslagi ehf, dags. 10. september 2024.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að rammahluta aðalskipulags - þróun byggðar í Vaðlaheiði með þeim breytingum sem Eyjafjarðarsveit samþykkti á 640. fundi þann 3. október 2024.

 

   

2.

Bakkatún 10 - 2312001

 

Pétur Örn Helgason kt. 100893-3129 og Abigail Una Glover kt 291192-4089 sækja um að fá útdeilt lóðinni Bakkatún 10 L226785.

 

Sveitarstjórn samþykkir að útdeila lóðinni Bakkatúni 10 til Péturs Arnar Helgasonar kt. 100893-3129 og Abigail Unu Glover kt. 291192-4089.

 

   

3.

Öruggara Norðurland eystra - 2410001

 

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra - Svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra.

 

Sveitarstjórn fagnar framtakinu og samþykkir fyrir hönd sveitarfélagsins þátttöku í formlegu samstarfi og svæðisbundnu samráði um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum undir merkjunum Öruggara Norðurland eystra.

 

   

4.

Áfangastaðaáætlun 2024 - 2410002

 

Áfangastaðaáætlun, forgangsverkefni sveitarfélaga í uppbyggingu áfangastaða í ferðaþjónustu á Norðurlandi.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

Niðurstöður frumkvæðisathugunar á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna sveitarfélaga. - 2410003

 

Erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðamála.

 

Niðurstöður frumkvæðisathugunar á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðamála fagnar stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna hjá Svalbarðsstrandarhreppi í samantekt sinni og setur því ekki fram ábendingar eða úrbótatilmæli.

 

   

6.

Sorphirðumál - 2410004

 

Sorphirða í Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Ný lög um úrgangsmál tóku gildi 1. janúar 2023. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á að leita hagkvæmustu leiða við að uppfylla skilyrði laganna og nýta kerfið sem fyrir er eins og hægt er.
Í ljósi þess að Úrvinnslusjóður er hættur að greiða fyrir endurvinnsluefnin plast og pappír, nema efnunum sé safnað aðskildum við hvert heimili, ákveður sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að bæta við þriðju tunnunni við hvert heimili. Sveitarfélagið mun útvega nýjar tunnur til íbúa án endurgjalds. Stefnt er að því að þriggja tunnu kerfi verði komið í gagnið 1. janúar 2025.

Sveitarstjórn hefur jafnframt ákveðið að loka gámasvæði í Kotabyggð frá 1. janúar 2025.

 

   

7.

Fjárhagsáætlun 2025-2028 - 2408003

 

Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2025, auk 4ra ára áætlun fyrir árin 2025-2028.

 

Sveitarstjórn vísar fjárhagsáætlun 2025 og fjögurra ára áætlun 2025-2028 til seinni umræðu sem er áætluð þriðjudaginn 26. nóvember nk.

 

   

8.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 37 - 2409004F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

9.

Fundargerðir HNE - 2208016

 

Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 237 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

10.

Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands eystra nr. 290 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

11.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerð sambands Íslenskra sveitarfélaga nr. 952 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

12.

Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2022 - 2201007

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 66 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

13.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 302 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

14.

Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - 2404010

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar sveitarstjórnar um veitingu á tækifærisleyfi 19. - 20. október 2024 í Valsárskóla vegna samkomu og dansleikjar.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt tækifærisleyfi verði veitt.