Tjarnartún 4 - óveruleg breyting á DSK, leiðrétting á lóðarstærð - 2410005 |
|
Lagt er til að gerð verði breyting á deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Svalbarðseyri þar sem stærð lóðarinnar Tjarnartúns 4 (L226789) verði leiðrétt. Lóðin er 966 m² samkvæmt gildandi deiliskipulagi og Fasteignaskrá en eftir leiðréttingu verður hún 1017 m². |
|
Sveitarstjórn samþykkir leiðréttingu á stærð lóðarinnar Tjarnartúns 4 sem óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Svalbarðseyri skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn telur að unnt sé að falla frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulagsbreytingarinnar. |
|
Sunnuhlíð 3 L152940 - umsókn um stofnun lóðarinnar Fagrahlíð - 2410013 |
|
Landeigendur Sunnuhlíðar 3 (L152940) sækja um að fá að stofna 2970 m² lóð úr jörðinni vegna áforma um að byggja frístundahús á lóðinni. Jafnframt er sótt um að lóðin fengi staðfangið Fagrahlíð. Merkjalýsing, unnin af Hákoni Jenssyni dags. 20.09.2024 fylgir erindinu ásamt F-550 umsókn. |
|
Sveitarstjórn samþykkir að stofnuð verið 2970 m² lóð úr jörðinni Sunnuhlíð 3 (L152940) og að hún fái staðfangið Fagrahlíð enda verði lóðarhafa tryggður aðkomuréttur að lóðinni samkvæmt samkomulagi við landeiganda. Sveitarstjórn bendir þó á að eftir á að vinna deiliskipulag fyrir frístundasvæðið í Sunnuhlíð (F12) og að ekki verði hægt að gefa út byggingarleyfi á lóðinni fyrr en deiliskipulag hefur verið unnið og það tekið gildi. |
|
Kotabyggð 26 - beiðni um deiliskipulagsbreytingu - 2310002 |
|
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 12. september sl. að vísa beiðni um deiliskipulagsbreytingu á Kotabyggð 26, í grendarkynningu, þar sem lóðinni yrði breytt í íbúðarhúsalóð þar sem heimilt yrði að reisa eitt íbúðarhús ásamt gestahúsi þar sem hámarks byggingarmagn yrði 300 m². Grenndarkynningunni lauk 18. október sl. og bárust athugasemdir á grenndarkynninartímabilinu sem eru nú til umfjöllunar. |
|
Í athugasemdum sem bárust í grenndarkynningu var bent á að lóðarmörk milli lóðanna Kotabyggðar 26 og Kotabyggðar 21 voru ekki merkt rétt inn á breytingarblað og nær því byggingarreitur Kotabyggðar 26 inn á lóð Kotabyggðar 21. Sveitarstjórn tekur undir þessar athugasemdir og leggur til að lóðarmörk og byggingarreitur verði lagfærð m.t.t. athugasemda. Eigandi lóðarinnar Kotabyggðar 21 bendir á að byggingarreitur lóðarinnar Kotabyggðar 26 sé mun stærri en almennt gerist á skipulagssvæðinu og fjarlægð hans frá lóðarmörkum annarra lóða ekki næg. Sveitarstjórn tekur undir þessa athugasemd og leggur til að byggingarreitur lóðarinnar Kotabyggðar 26 verði minnkaður svo hann samræmist stærð annarra byggingarreita á skipulagssvæðinu og að fjarlægð hans í næstu lóðamörk verði 10 m. Gerð er athugasemd við að lóðinni Kotabyggð 26 verði breytt úr frístundalóð í íbúðarlóð þar sem byggingarmagn myndi aukast umtalsvert auk þess sem lóðirnar í kringum Kotabyggð 26 eru allar frístundalóðir og telur sendandi að sambúð þeirra sem búa á svæðinu og þeirra sem eiga þar frístundahús ekki heppilega, m.a. vegna ónæðis. Sveitarstjórn bendir á markmiðið um þróun Kotabyggðar úr frístundabyggð í íbúðarbyggð í kafla 4.4.2. greinargerðar gildandi aðalskipulags og telur að breyting lóðarinnar úr frístundalóð í íbúðarlóð samræmist því markmiði aðalskipulags að byggðin þróist með tímanum úr frístundabyggð í íbúðarbyggð en sambærilegar breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulaginu í gegnum árin þar sem frístundalóðum hefur verið breytt í íbúðarlóðir, t.d. lóðir nr. 8, 13 og 15. Sveitarstjórn telur athugasemdina því ekki gefa tilefni til að hafna beiðni umsækjanda um að breyta lóðinni úr frístundalóð í íbúðarlóð. |
|
Leifshús sælureitur - 2306004 |
|
Kynningu aðal- og deiliskipulagstillaga er lokið vegna frístundabyggðar í landi Leifshúsa og var skipulagshönnuðum falið að uppfæra tillögurnar m.t.t. umsagna sem bárust, uppfærðartillögur liggja fyrir fundinum. |
|
Sveitarstjórn samþykkir að vísa aðal- og deiliskipulagstillögum í auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn bendir á að frístundabyggðin verður samansett af smáhýsum og að gera megi ráð fyrir að ekki verði höfð viðvera í húsunum að staðaldri heldur verði húsin nýtt sem frístundahús með aðgengi að ræktunarrreitum. Byggðin er staðsett inn í skóglendi og því eigi markmið skipulagsreglugerðarinnar um fjarlægðarkröfu til að stilla umferðaráreiti í frístundabyggð í hóf ekki við þessu tilfelli. |
|
Umsókn um stöðuleyfi - 2411001 |
|
Klettabjörg ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur gámum við Ásgarð. |
|
Sveitarstjórn samþykkir erindi vegna gámahúss og vísar því til afgreiðslu byggingarfulltrúa. |
|
Borgartún - 2410009 |
|
Atvinnuhúsnæði á Svalbarðseyri. |
|
Sveitarstjórn samþykkir að kaupa húsnæði af Þ.J. verktökum kt: 650602-3310. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi samkvæmt umræðum á fundinum. |
|
Fráveita Svalbarðseyrar - 1407119 |
|
Fráveitumál á Svalbarðseyri. |
|
Lagt fram minnisblað frá fulltrúa VSO um fráveitumál á Svalbarðseyri. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram skv. umræðum á fundinum. |
|
Samningur um almennings bókasafn - 2410011 |
|
Lagður fyrir þjónustusamningur milli Akureyrarbæjar og Svalbarðsstrandarhrepps um rekstur almenningsbókasafns. |
|
Sveitarstjórn samþykkir þjónustusamninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann. |
|
Okkar heimur - 2410007 |
|
Erindi frá Okkar heimur, fjölskyldusmiðjur og stuðningsúrræði. |
|
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 kr. |
|
Flugklasinn 66N - 1407092 |
|
Markaðsstofa Norðurlands, óskað eftir stuðningi við Flugklasann Air 66N árið 2025. |
|
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið fyrir árið 2025 um sem nemur 500 kr. per íbúa. |
|
Valsárhverfi staða á gatnagerð og lóðaúthlutun. - 2410010 |
|
Valsárhverfi gatnagerð og lóðaúthlutun. |
|
Verkefnastjóri fór yfir stöðu gatnaframkvæmda og auglýsinga frá auglýsingarstofunni Cirkus ásamt birtingarplani. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundinum. |
|
Stígamót styrk beiðni - 2410012 |
|
Erindi frá Stígamótum óskað eftir fjárstuðningi. |
|
Sveitarstjórn hafnar beiðninni. |
|
Áramótabrenna og flugeldasýning - 2211009 |
|
Björgunarsveitin Týr óskar eftir leyfi fyrir flugeldasýningu og áramótabrennu. |
|
Sveitarstjórn samþykkir og veitir leyfi fyrir flugeldasýningu og áramótabrennu. |
|
Skólanefnd - 31 - 2410001F |
|
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina. |
|
Fundargerðir HNE - 2208016 |
|
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 238 lögð fram til kynningar. |
|
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
|
Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006 |
|
Fundargerðir embættis skipulags- og byggingafulltrúa nr. 79 og 80 lagðar fram til kynningar. |
|
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. |
|
Almannavarnarnefnd - 2001007 |
|
Fundargerð haustfundar almannavarnarnefndar á Norðurlandi eystra lögð frama til kynningar. |
|
Sveitarstjórn telur afar mikilvægt að sveitarfélögin, Samband íslenskra sveitarfélaga og aðrir viðkomandi aðilar fái til umsagnar drög að heildarendurskoðun almannavarnarlaga sem nú er í vinnslu. Samkvæmt fundargerð almannavarnanefndar mun stjórnsýslan þyngjast, hlutverk og eftirlit ríkislögreglustjóra aukast og nýjar kröfur leggjast á sveitarfélögin. |
|
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2024 - 2201013 |
|
Fundargerð stjórnar sambands ískenskra sveitarfélaga nr.953 lögð fram til kynningar. |
|
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
|
Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 Fundargerðir - 2105001 |
|
Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags 20. sept 2024 lögð fram. í lið 13. Nefndin kallar eftir viðbrögðum frá sveitarsélögum varðandi hugmyndir um sameiginlega skipulagsskrifstofu. |
|
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga. |
|
Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008 |
|
Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 291 lögð fram til kynningar. |
|
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
|