1.
|
Deiliskipulag Svalbarðseyri, Eyrin - 2006001
|
|
Deiliskipulagstillaga vegna breytinga á deiliskipulagi Eyrarinnar var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var auglýsingatímabilið frá 24. september til 5. nóvember sl. Átta umsagnir bárust á auglýsingatímabilinu og eru þær til umfjöllunar sveitarstjórnar.
|
|
1. Erindi, sendandi Minjastofnun Athugasemd: Minjastofnun bendir á að ekki er fjallað um aldursfriðuðu húsin þrjú sem sem standa innan svæðisins sem skipulagsbreytingin nær til; Gamla slátuhúsið byggt 1908, Breiðablik byggt 1914 og Nóatún byggt 1914. Minjastofnun minnir á að leita þarf leyfis stofnunarinnar áður en aldursfriðuð hús verða flutt eða rifin. Stofnunin bendir einnig á að liggja þurfi fyrir skilgreind lóð fyrir Gamla sláturhúsið áður en stofnunin getur tekið afstöðu til flutnings þess auk þess sem merkja þarf aldursfriðuðu húsin á deiliskipulagsuppdrættinum. Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn leggur til að aldursfriðuðu húsin þrjú verði merkt á deiliskipulagsuppdrættinum auk þess sem bætt verði við greinargerð deiliskipulagsins umfjöllun um þau og ákvæði um að leita þurfi leyfis Minjastofnunar áður en þau verða flutt eða rifin.
2. Erindi, sendandi RARIK Athugaemd: RARIK minnir á lagnir sem eru á umræddu svæði og hafa þarf samráð varðandi breytingar. Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn leggur til að haft sé samráð við RARIK um breytingu eða færslu lagna á svæðinu.
3. Erindi, sendandi Björg Bjarnadóttir f.h. eigenda Breiðabliks (Svalbarðseyrarvegar 7a) Athugasemd a): Sendandi bendir á að húsið Breiðablik er orðið 100 ára og því aldursfriðað en í gildandi deiliskipulagi frá 2013 var húsið ekki orðið 100 ára og því ekki orðið friðað á þeim tíma. Sendandi óskar eftir að texti á uppdrætti deiliskipulagstillögu verði uppfærður þannig að húsið Breiðablik verði sagt aldursfriðað auk þess sem húsið verði merkt aldursfriðað á deiliskipulagsuppdrættinum. Sendandi óskar eftir því að texti greinargerðarinnar verði uppfærður á eftirfarandi hátt: „Breiðablik (Svalbarðseyrarvegur 7a): Aldursfriðað hús, óheimilt að rífa eða fjarlægja án leyfis eiganda og Minjastofnunnar“. Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að Minjastofnun gerði sömu athugasemd og að lagt sé til að texta um aldursfriðuðu húsin á Eyrinni sé bætt við greinargerð deiliskipulagstillögu og þau merkt á uppdrætti. Sveitarstjórn leggur til að texta um að „leita þurfi leyfis eigenda áður en aldursfriðuð hús verða rifin“ verði bætt við greinargerð.
Athugasemd b): Sendandi bendir á að miðað við áætlaðar nýbyggingar á skipulagssvæðinu sé verið að gera ráð fyrir mjög miklum breytingum á heildarásýnd Eyrarinnar í landslaginu sem sendandi vill meina að kalli á samtal um hlutverk þorpsins í fortíð, nútíð og framtíð Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að samkvæmt gildandi Aðalskipulagi er svæðið að mestu skilgreint sem athafna- og iðnaðarsvæði og telur að uppbyggingin á svæðinu sé því samkvæmt skipulagi. Sveitarstjórn telur ekki að athugasemd sendanda gefi tilefni til breytinga á auglýstri skipulagstillögu.
Athugasemd c): Sendandi bendir á að samkvæmt deiliskipulagstillögunni er erfitt að átta sig á hvers konar athafnastarfsemi á að vera á nýjum byggingarlóðum og í nýbyggingum og að erfitt sé að taka afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar vegna þessa. Sendandi leggst þó ekki gegn atvinnuuppbyggingu á Eyrinni svo fremi að hún raski ekki lífríki, náttúrufari, vistkerfi, mannvist eða valdi ekki ágangi á almenningsrými, valdi mengun og raski hljóð- og sjónvist. Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að samkvæmt gildandi Aðalskipulagi er á athafna- og iðnaðarsvæðinu á Eyrinni gert ráð fyrir matvælaiðnaði auk almennrar atvinnustarfsemi. Sveitarstjórn telur því að deiliskipulagsbreytingin hafi ekki veruleg umhverfisáhrif á svæðinu og telur ekki að athugasemd sendanda gefi tilefni til breytinga á auglýstri skipulagstillögu.
Athugasemd d) Sendandi telur að ný atvinnustarfsemi á skipulagssvæðinu geti haft árif út fyrir skipulagsreitinn á þætti á borð við öryggi, umferð, virði fasteigna á Eyrinni og á nýrri sem eldri íbúðabyggð norðar og ofar. Sendandi telur að óska hefði átt umsagnar Matvælaráðuneytis/Hafrannsóknarstofnunar vegna viðvæms vistkerfis botnsjávardýra í sjónum út af Eyrinni vegna stórauknu úrgangsflæði frá væntanlegri atvinnustarfsemi. Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn telur að uppbygging á skipulagssvæðinu sé í samræmi við gildandi Aðalskipulag og að deiliskipulagsbreytingin hafi ekki veruleg umhverfisáhrif á svæðinu. Sveitarstjórn telur ekki að athugasemd sendanda gefi tilefni til breytinga á auglýstri skipulagstillögu.
Athugasemd e) Sendandi telur að ljúka þurfi gerð nýs Aðalskipulags áður en endanleg ákvörðun verður tekin um deiliskipulagið. Hann telur núverandi Aðalskipulag vel unnið og að hafa ætti það að leiðarljósi við gerð nýs, m.a. áhersluna á að halda þorpsmynd sem mest óbreyttri þar sem talað var um gömlu húsin á Eyrinni sem ákveðin kennileiti um sögu og menningu Svalbarðseyrar sem sjávar-og landbúnaðarþorps. Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að vinna við gerð nýs Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps er í vinnslu og að vinna að deiliskipulagsbreytingu á Eyrinni sé höfð til hliðsjónar við gerð þess. Sveitarstjórn telur ekki að athugasemd sendanda gefi tilefni til breytinga á auglýstri skipulagstillögu.
Athugasemd f) Sendandi telur að upplýsa þurfi um helstu hagaðila í vinnu aðal- og deiliskipulagstillaga og segir spurningar hafa vaknað um ágæti þess að sami aðili sinni skipulagshönnun fyrir bæði nýtt Aðalskipulag og Deiliskipulag fyrir Svalbarðsstrandarhrepp og hugi á sama tíma að teikningum og hönnun á væntanlegu atvinnuhúsnæði á skipulagsreit fyrir hagaðila. Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn telur að ekki sé óeðlilegt að skipulagshönnuður sinni bæði gerð aðal- og deiliskipulags fyrir sveitarfélagið og bendir á að hann komi ekki að teikningum og hönnun á atvinnuhúsnæði á skipulagsreitnum. Sveitarstjórn telur ekki að athugasemd sendanda gefi tilefni til breytinga á auglýstri skipulagstillögu.
Athugasemd g) Sendandi segir að við berum öll samfélagslega og siðferðilega ábyrgð gagnvart hag Eyrarinnar og að huga þurfi að hagsmunum bæði núverandi kynslóða og komandi kynslóða og vernda og virða framlag genginna kynslóða á Svalbarðseyri við gerð nýs Aðal- og deiliskipulags. Þær ákvarðanir sem nú yrðu teknar gætu reynst óafturkræfar fyrir mannvist, samfélag, lífríki, umhverfi, landslag og náttúru, sögu og menningu og væri það mjög miður. Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn þakkar sendanda fyrir ábendinguna og telur að hagur Eyrarinnar verði áfram hafður að leiðarljósi við skipulagsgerð í sveitarfélaginu.
4. Erindi, sendandi Norðurorka Athugasemd a): Norðurorka bendir á að aðveita hitaveitu niður að skipulagssvæði er á þolmörkum og ræður ekki við meiri notkun. Því þyrfti að endurnýja hitaveitulögn frá gatnamótum Svalbarðsstrandarvegar og Smáratúns og niður að skipulagssvæðinu. Núverandi lögn liggur einnig í gegnum bygginarreiti lóða 123 og 125 og yrði því lögð meðfram Svalbarðsstrandarvegi. Samtal þarf að eiga sér stað á milli Norðurorku og sveitafélags varðandi þáttöku þeirra í þessari breytingu sem er kostnaðarsöm. Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn leggur til að samráð verði haft við Norðurorku um endurnýjun hitaveitulagnar að skipulagssvæðinu.
Athugasemd b): Norðurorka vekur athygli á að vegna nýrra byggingarreita á lóðum þarf að fara í verulegar breytingar á vatnsveitu. Skynsamlegast væri að endurnýja vatnslögn þar sem hún beygir frá Svalbarðsstrandarvegi og leggja nýja lögn meðfram honum og inn að skipulagssvæðinu. Þar væri lagt eftir götum svo ekki þyrfti að kvaðir fyrir vatnslagnir í gegnum lóðir eins og nefnt er í skipulaginu. Einnig þyrfti að færa brunahana nr. 450 þar sem hann er innan lóðar 112. Samtal þarf að eiga sér stað á milli Norðurorku og sveitafélags varðandi þáttöku þeirra í þessari breytingu sem er kostnaðarsöm. Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn leggur til að samráð verði haft við Norðurorku vegna breytinga og endurnýjunar á vatnsveitu á skipulagssvæðinu og að kvaðir um vatnslagnir í gegnum lóðir verði uppfærðar í texta greinargerðar og á uppdrætti m.v. ábendingar Norðurorku
Ekki eru gerðar athugasemdir við auglýsta skipulagstillögu í erindum sem bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Landsneti og Vegagerðinni. Sveitarstjórn leggur til að auglýstri skipulagstillögu verði breytt eins og fram kemur í afgreiðslu á athugasemdum 1,2,3a, 4a og 4b og að svo breytt deiliskipulagstillaga verði samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
|
|
|
|
2.
|
Kotabyggð 10 L152957 og 11 L152962 - leiðrétting á einum gps punkti - 2411002
|
|
Haukur Halldórsson óskar, fyrir hönd Veigastaða ehf., eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi Kotabyggðar þar sem lóðarmörkum lóðanna Kotabyggðar 10 (L152957) og Kotabyggðar 11 (L152962) yrði breytt og að þau liggi um núverandi lerkilínu sem plantað var fyrir mörgum árum. Við þessa breytingu myndi Kotabyggð 11 stækka um 90 fm en Kotabyggð 10 myndi minnka um samsvarandi 90 fm.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulagi Kotabyggðar skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem lóðarmörk breytast og lóð Kotabyggðar 11 stækkar um 90 fm en lóð Kotabyggðar 10 minnkar um samsvarandi 90 fm. að því gefnu að lóðarhafar Kotabyggðar 10 og 11 séu sammála um breytt lóðarmörk og deiliskipulagsbreytinguna skuli fallið frá grenndarkynningu skv. 3 mgr. 43. gr. skipulagslaga og er málshefjanda falið að leggja fram breytingarblað óverulegrar deiliskipulagsbreytingar og merkjalýsingu sbr. reglugerð 160/2024 um merki fasteigna. Skipulagsfulltrúa er falið að fullnusta deiliskipulagsbreytinguna þegar umbeðin gögn berast.
|
|
|
|
3.
|
Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2025-2029 - 2411003
|
|
Erindi frá SSNE, drög að sóknaráætlun 2025-2029.
|
|
Erindi tekið til umfjöllunar. Sveitarstjórn líst vel á fyrirliggjandi sóknaráætlun og gerir ekki athugasemd við áætlunina.
|
|
|
|
4.
|
Samningur um barnaverndarþjónustu - 2303001
|
|
Samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu - drög.
|
|
Samningnum vísað til síðari umræðu.
|
|
|
|
5.
|
Fjárhagsáætlun 2025-2028 - 2408003
|
|
Drög að fjárfestingaráætlun 2025-2028 lögð fram.
|
|
Umræður og yfirferð vegna verkefna við viðhald, búnaðarkaup og framkvæmdir, farið yfir fjárfestingaáætlun 2025-2028.
Lagt fram til kynningar uppfærðar forsendur fjárhagsáætlana 2025-2028 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Útsvarshlutfall, fasteignaskattur, lóðarleiga og fráveitugjald staðfest fyrir árið 2025.
Útsvarshlutfall 14,97% Fasteignaskattur, A stofn 0,42 % Fasteignaskattur, B stofn 1,32 % samkv. lögum Fasteignaskattur, C stofn 1,40 % Fráveitugjald 0,22 % Lóðarleiga 1,5 %
|
|
|
|
6.
|
Áskorun til sveitarstjórna á Norðurlandi eystra - 2411005
|
|
Lagt fram erindi dagsett 29. október 2024 frá Hönnu Dóru Markúsdóttur fyrir hönd formanna og samráðsfulltrúa félaga kennara á Norðurlandi eystra með áskorun um skólamál í tengslum við kjaradeilu.
|
|
Sveitarstjórn þakkar framlagða áskorun kennara og stjórnenda á Norðurlandi eystra og tekur undir mikilvægi þess að fagmennska og gæði séu ávallt ríkjandi í öllu skólastarfi svo tryggja megi börnum og ungmennum góða kennslu. Skilyrðislaust ber að vanda orðræðu um allar starfsstéttir og brýnt er að kjaradeila kennara leysist sem fyrst svo forðast megi frekara rask á skólastarfi.
|
|
|
|
7.
|
Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands - 1407044
|
|
Skógræktarfélag Íslands - Ályktun til sveitarfélaga 23.10.2024
|
|
Lagt fram til kynningar
|
|
|
|
8.
|
Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006
|
|
Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 81 og 82 lagðar fram til kynningar. Eftirfarandi mál var tekið fyrir tengd Svalbarðsstrandarhreppi. Svalbarðseyrarvegur 6 - Uppfærðar teikningar - 2410010 Almar Eggertsson fyrir hönd Svalbarðsstrandarhrepps kt. 640269-2279, Ráðhúsinu 601 Akureyri, sækir um samþykki á uppfærðum teikningum af Svalbarðsstrandarvegi 6. Erindinu fylgja uppdrættir frá Almari Eggertssyni hjá Faglausn dags. 2024-10-16. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
|
|
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
|
|
|
|
9.
|
Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerðir 2023 - 2204002
|
|
Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar nr. 146 lögð fram til kynningar.
|
|
Fundargerð lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
10.
|
Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007
|
|
Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 303 lögð fram til kynningar.
|
|
Fundargerð lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
11.
|
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013
|
|
Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr.954 lögð fram til kynningar.
|
|
Fundargerð lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
12.
|
Fundargerðir Molta ehf - 2411004
|
|
Fundargerð stjórnar Moltu nr. 113 lögð fram til kynningar.
|
|
Fundargerð lögð fram til kynningar.
|
|
|
|