Sveitarstjórn

144. fundur 03. desember 2024 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jónmundur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Arnar Ólafsson Skipulags- og byggingafulltrúi Eyjafjarðar
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Kotabyggð 1 L179464 - stofnun lóðar, óveruleg breyting á DSK - 2411009

 

Erindi frá lóðareigendum Kotabyggðar 1, sótt er um að gera óverulega breytingu á skipulagi Kotabyggðar í landi Veigastaða I og stofna nýja lóð samkv. meðf. uppdrætti í norðaustur hluta lóðarinnar sem er nú 3.779 m². Þar er fyrirhugað að byggja 40-60 m² hús með aðkomu úr norðri. Rotþró verði staðsett við aðkomuna. Á Kotabyggð 1 hvílir kvöð varðandi skylduaðild lóðarhafa að rekstrarfélagi, sem mun einnig gilda fyrir fyrirhugaða lóð.

 

Sveitarstjórn bendir á að Landnotkunarreitur ÍB20 í Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 er um 12,7 ha með hámarksþéttleika 3 íb/ha. Ekki er svigrúm í gildandi aðalskipulagi fyrir frekari þróun byggðar innan reitsins. Einnig telur Sveitarstjórn að byggingaráformin samrýmist ekki byggðarmynstri svæðisins.

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

   

2.

Kotabyggð 7 L192784 - breytt skráning úr frístunda- yfir í íbúðahúsalóð - 2411007

 

Erindi frá Viggó Benediktssyni fyrir hönd Höfðahús-íbúðaleigufélag ehf. 551105-0750, lóðarhafa Kotabyggðar 7, beiðni um breyting verði gerð á skilgreiningu lóðarinnar í deiliskipulagi á þá leið að lóðin verði íbúðarlóð í stað þess að vera frístundalóð eins og nú er á skráningu lóðar við Kotabyggð 7.

 

Með vísan til markmiðs um þróun Kotabyggðar úr frístundabyggð í íbúðarbyggð í kafla 4.4.2. greinargerðar gildandi aðalskipulags samþykkir sveitarstjórn að fram fari breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn telur að unnt sé að falla frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulagsbreytingarinnar.

 

   

3.

Leifshús sælureitur - 2306004

 

Erindi frá Skipulagsstofnun. Lögð er fram, til umræðu umsögn Skipulagsstofnunar vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð.
Ráðuneytið vill veita umsækjanda tækifæri til að bregðast við þeim sjónarmiðum sem koma fram í umsögninni áður en afstaða er tekin til beiðninnar. Óskað er eftir því að svar berist eigi síðar en 9. desember nk.

 

Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda uppfærð gögn til Skipulagsstofnunar. Jafnframt felur sveitarstjórn skipulagshönnuði að hafa samráð við RARIK um helgunarsvæði fyrirhugaðs jarðstrengs innan skipulagssvæðisins og uppfæra deiliskipulagsuppdrátt í samræmi við það.

 

   

4.

Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020

 

Erindi frá HMS, endurskoðun á húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

Erindi Bjarmahlíð - 2404007

 

Erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, Bjarmahlíð framlag 2025.

 

Sveitarstjórn samþykkir að framlag Svalbarðsstrandarhrepps til Bjarmahlíðar verði kr. 200.000,- fyrir árið 2025.

 

   

6.

Jólaaðstoð - styrktar beiðni frá góðgerðarsamtökum við Eyjafjörð - 1611017

 

Erindi frá Velferðarsjóði Eyjafjarðar, beiðni um styrk frá sveitarfélaginu vegna jólaaðstoðar á vegum sjóðsins.

 

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja jólaaðstoðina um 300.000,- Fjárhæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

 

   

7.

Styrkumsókn vegna jólasöfnunar - 1407213

 

Erindi frá Fjölskylduhjálp Íslands, beiðni um styrk.

 

Erindi hafnað. Sveitarfélagi styrkir hliðstæða starfsemi á Norðurlandi.

 

   

8.

Samningur um barnaverndarþjónustu - 2303001

 

Erindi frá Akureyrarbæ, samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra, seinni umræða.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning ásamt viðauka, sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.

 

   

9.

Norðurorka almenn mál - 2202011

 

Erindi frá Norðurorku, vegna verðskrárbreytinga sem ráðgert er að taki gildi 1. janúar 2025.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.

Íslenska æskulýðsrannsóknin - 2411008

 

Erindi frá skólastjóra Valsárskóla, María Aðalsteinsdóttir skólastjóri kynnir niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar.

 

   

11.

Viðaukar 2024 - 2404012

 

Viðauki III við fjárhagsáætlun 2024-2027, lagður fram til samþykkktar.

 

Sveitarstjórn samþykkir viðauka 03 við fjárhagsáætlun ársins 2024 sem gerir ráð fyrir að að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 97.437 þús kr. og handbært fé í árslok verði 45.836 þús.

 

   

12.

Fjárhagsáætlun 2025-2028 - 2408003

 

Seinni umræða fjárhagsáætlunar 2025-2028

 

Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 með áorðnum breytingum á milli umræðna, ásamt ýmsum fylgigögnum lögð fram til samþykktar.

Helstu niðurstöður;
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um 78.539.000 kr.
Rekstrartekjur eru 825.856.000 kr.
Rekstrargjöld eru 746.694.000 kr.
Fjármagnsgjöld -623.000 kr.

Handbært fé í árslok 43.034.000 kr.

Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta eru kr. 136.000.000 kr og árin 2026-2028 kr. 370.000.000 kr. Áætlaðar framkvæmdir og fjárfestingar 2025-2028 eru því kr. 506.000.000 kr.
Ekki er áætluð lántaka á tímabilinu.
Veltufé frá rekstri fyrir Samstæðuna A- og B- hluta árið 2025 er áætlað kr. 128.179.000 kr og handbært fé frá rekstri kr. 128.349.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

Tekjumörkum hjóna og einstaklinga í reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá Svalbarðsstrandarhreppi voru hækkuð í eftirfarandi:

Einstaklingar Hjón
100% - 5.500.000 - 7.297.400
75% 5.500.001 6.536.768 7.297.401 8.385.594
50% 6.536.769 7.573.537 8.385.595 9.473.788
25% 7.573.538 8.610.305 9.473.789 10.561.982

Gjaldskrárbreytingar voru jafnframt lagðar fram til samþykktar vegna ársins 2025:


Sorphirða 3,5 % hækkun
Rotþróargjald 3,5 % hækkun
Gripagjald 3,5 % hækkun
Leikskólagjöld 3,5 % hækkun
Skólavistun 3,5 % hækkun
Salaleiga 3,5 % hækkun

Frístundastyrkur 2025 60.000 kr. hvert barn
Frístundastyrkur aldraðra 2025 20.000 kr. á hvern einstakling
Afreksstyrkur 60.000 kr. hvert barn
Snjómokstursstyrkur eldri borgara 30.000 kr. hvert heimili
Húsaleigubætur 15-17 ára 25.000 kr.
Hreyfistyrkur starfsmanna 15.000 kr.

Gjaldskrá heimaþjónusutu fylgir launatöflu 128-6% frá Einingu-Iðju.

Gjald fyrir heimaþjónustu 2025 4.711 kr/klst.

Tekið verður upp gjald á matarbakka.

Gjald fyrir matarbakka 1.000 kr. stk.

Lóðaverð/gatnagerðargjöld á Svalbarðseyri 2025

Einbýlishúsalóð 6.400.000 kr.
Parhúsalóð 9.100.000 kr.
Raðhús 4.600.000 kr. per íbúð
Fjölbýli 2.700.000 kr. per íbúð





 

   

18.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 38 - 2411002F

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Elísabet Inga Ásgrímsdóttir hefur óskað eftir því að hætta sem formaður í Umhverfis- og atvinnumálanefnd frá og með 1. janúar 2025. Frá og með þeim degi tekur Inga Margrét Árnadóttir við formennsku.

 

   

13.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 83 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

14.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2201013

 

Fundargerðir stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 955, 956, 957 og 958 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

15.

Héraðsskjalasafn ársskýrsla - 1912010

 

Erindi frá Héraðsskjalasafni á Akureyri.Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins á Akureyri 2023, lögð fram til kynningar.

 

Erindi lagt fram.

 

   

16.

Aðal- og stjórnarfundir SBE - 2004009

 

Fundargerð stjórnar SBE, dags.28.11.2024 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

17.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerðir stjórnar SSNE nr. 67 og 68 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.