Dagskrá:
1. |
Geldingsárhlíð 3 L230244 - beiðni um nýskráningu á staðföngum, tvö einbýlishús - 2412005 |
|
Erindi frá lóðarhafa Geldingsárhlíðar 3, þar sem óskað er eftir nýjum staðföngum á tveimur húsum sem verið er að byggja á lóðinni. Annað húsið fengi nafnið Steinahlíð og hitt Seljahlíð. |
||
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skrá staðföngin. |
||
|
||
2. |
Vaðlaklif 2 L219459 - einbýlishús stækkun byggingarreits utan um bílskýli - 2501004 |
|
Erindi frá Steinmari H. Rögnvaldssyni. Byggingarleyfisumsókn f.h. lóðarhafa varðandi stækkun byggingarreits v/byggingar bílskýlis við einbýlishús sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni Vaðlaklifi 2 L219459. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 06.10.2024 ásamt 3D ásýndarmyndum. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu. |
||
|
||
3. |
Gjaldskrá SBE 2025 - 2501002 |
|
Erindi frá SBE, uppfærð gjaldskrá, dags. 13. desember 2024. |
||
Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrána fyrir sitt leyti. |
||
|
||
4. |
Umsókn um leyfi til reksturs gistingar í II-C Minna gistiheimili - 2501001 |
|
Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II að Geldingsá lóð nr. 19. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn Tærgesen ehf. kt.411209-0830 um gistileyfi en vekur athygli á að fasteignaskattur á eigninni verði færður úr flokk A í C vegna úthlutunar leyfisins. |
||
|
||
5. |
Ósk um styrktarsamning - 2408002 |
|
Erindi frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar, stjórn UMSE óskar eftir því að sveitarfélagið geri samstarfssamning við UMSE á svipuðum nótum og verið hefur, þannig |
||
Sveitarstjórn samþykkir styrktarbeiðni UMSE fyrir árið 2025 og styrkir sambandið um 200.000 kr. Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar. |
||
|
||
6. |
Gróðurreitur - 2501003 |
|
Erindi frá Kvenfélagi Svalbarðsstrandar og Ungmennaféalginu Æskunni, ósk um að gert verði samkomulag um Gróðurreitinn, Sveitarfélagið taki að sér alla umhirðu og umsjón með Reitnum og horfi til hans sem útivistarsvæðis (almenningsgarðs) fyrir íbúa sveitarfélagsins sem og útiskólasvæði leik- og grunnskólans. |
||
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundinum. |
||
|
||
7. |
Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020 |
|
Endurskoðuð húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2025 lögð fram til samþykktar. |
||
Sveitarstjórn samþykkir Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2025. |
||
|
||
8. |
Umsögn um tækifærisleyfi - 1801004 |
|
Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn sveitarstjórnar um veitingu á tækifærisleyfi þann 8. febrúar 2025 í Valsárskóla (þorrablót). |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt tækifærisleyfi verði veitt. |
||
|
||
9. |
Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps - 2004007 |
|
Lögð fram drög á breytingum á samþykktum Svalbarðsstrandarhrepps til kynningar og umræðu. |
||
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir endanlegar tillögur þegar þær liggja fyrir til formlegrar meðferðar. |
||
|
||
10. |
Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006 |
|
Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa nr 84 og 85 lagðar fram til kynningar. |
||
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. |
||
|
||
11. |
Fundargerðir HNE - 2208016 |
|
Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 239 lögð fram til kynningar. |
||
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
||
|
||
12. |
Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008 |
|
Fundargerðir Hafnarsamlags Norðurlands nr. 292 og 293 lagðar fram til kynningar. |
||
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. |
||
|
||
13. |
Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007 |
|
Fundargerðir stjórnar Norðurorku nr. 304 og 305 lagðar fram til kynningar. |
||
Fundargerðir lagðar fram tilkynninngar. |
||
|
||
14. |
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013 |
|
Fundargerðir stjórnar íslenskra sveitarfélaga nr. 959 og 960 lagðar fram til kynningar. |
||
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. |
||
|
||
15. |
Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013 |
|
Fundargerð stjórnar SSNE nr. 69 lögð fram til kynningar. |
||
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.