Sveitarstjórn

146. fundur 10. febrúar 2025 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu Svalbarðseyri
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson Oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir Varaoddviti
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Arnar Ólafsson.
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir Sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Fundargerð

146. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 10. febrúar 2025 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Bjarni Þór Guðmundsson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Hanna Sigurjónsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Fannar Freyr Magnússon, Þórunn Sif Harðardóttir og Arnar Ólafsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1. Vaðlaborgir A L198869 - deiliskipulagsbreyting - 2502003

Erindi frá Landslagi ehf. fh. Árvegs ehf. landeiganda að Vaðlaborgum A L198869 þar sem óskað er eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í auknu byggingarmagni á lóðum nr. 8,9,10,11 og 12, þar sem hámarksstærð húsa er aukið úr 85m² í 130m² A-rýma og allt að 50m² B-rýma, eins og fram kemur í meðfylgjandi erindi dags. 5.febrúar 2025.

Sveitarstjórn samþykkir að veita Landslagi ehf. heimild til að hefja vinnu við að breyta deiliskipulagi fyrir frístundabyggð Vaðlaborgir A ofan Veigastaðavegar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Hanna Sigurjónsdóttir vék af fundi meðan fundarliður 2 var tekinn fyrir.

2. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar frá Hótel natur - 2501006

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, umsagnarbeiðni vegna umsóknar á breytingu á gildu rekstrarleyfi 2022-020645 frá Hótel natur Akureyri ehf vegna Þórisstaðir 4, þar sem verið er að fjölga gistirými upp í 100 gesti.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn Hótels Natur, kt.680422-0280 um breytingu á gistileyfi.

 

3. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfi gistingar í Geldingsá lóð nr. 9 - 2502001

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá ABC ehf vegna Geldingsár lóð nr. 9

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn Geldingsá lóð nr. 9 kt. 670722-0150 um gistileyfi í flokk II en vekur athygli á að fasteignaskattur á eigninni verði færður úr flokk A í C vegna úthlutunar leyfisins.

 

4. Svæðisskipulag Eyjafjarðar - 2105001

Erindi frá svæðisskipulagsnefnd, framtíðarfyrirkomulag skipulags- og byggingarmála, dags. 28. jan. 2025.

Sveitarstjórn er ánægð með núverandi fyrirkomulag skipulags- og byggingarmála og telur það henta Svalbarðsstrandarhreppi vel. Sveitarstjórn telur vert að skoða þann kost að leggja svæðisskipulagið niður.

 

5. Erindi frá Kvennaathvarfi. - 2311008

Erindi frá Kvennaathvarfinu, styrkbeiðni, dags. 31 jan 2025.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið í samræmi við íbúafjölda sveitarfélagsins. Miðað við fyrirliggjandi útreikning í janúar 2025 er upphæðin kr. 65.000,- Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

 

6. Styrkbeiðni, fræðsla fyrir foreldra um slysavarnir barna. - 2502002

Erindi frá Miðstöð slysavarna barna, styrkbeiðni, fyrir fjármögnun fræðslu myndbands fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum í samvinnu við heilsugæsluna.

Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

 

7. Erindi frá SSNE - 2311008

Erindi frá SSNE, fyrir hönd ungmenna sem tóku þátt í Ungmennaþingi SSNE í október 2024, erindi þeirra varðar umferðaröryggi í Svalbarðsstrandarhreppi.

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og tekur undir mikilvægi bætts umferðaröryggis í Svalbarðsstrandarhreppi. Unnið er að áframhaldandi hönnun göngu- og hjólsastígs í gegnum sveitarfélagið þar sem gert er ráð fyrir tengingu við Svalbarðseyri. Á vordögum er stefnt að því málaðar verði götur og gangbrautir á Svalbarðseyri.

 

8. Húsnæðismál skóla í Svalbarðsstrandarheppi - 2306011

Þröstur Sigurðsson frá Opus verkfræðistofu mætir á fundinn.

Farið yfir framtíðarmöguleika húsnæðis fyrir Álfaborg og Valsárskóla.

 

9. Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 Fundargerðir - 2105001

Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags 21.janúar 2025 lögð fram til kynningar.

Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar fyrir sitt leyti.

 

10. Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr.86 lögð fram til kynningar.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

11. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

Fundargerðir stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 960,961 og 962 lagðar fram til kynningar.

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.