1. Deiliskipulag Svalbarðseyri, Eyrin - 2006001
Fyrir fundinum liggur tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008 - 2020, Eyrin, athafnasvæði unnið af Landslagi dags. 19.02.2025
Sveitastjórn samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008 - 2020 til samræmis við erindið. Að mati sveitastjórnar er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði.
2. Leifshús sælureitur - 2306004
Erindi frá Stefáni Tryggvasyni f.h. Leifshúsa ehf. óskað er eftir að fallið verði frá aðalskipulagsbreytingu v/frístundabyggðar
Sveitarstjórn samþykkir að fallið verði frá aðalskipulagsbreytingu vegna frístundabyggðar í Leifshúsum enda séu forsendur mikið breyttar. Vinnsla á deiliskipulagi sem unnin hefur verið samhliða aðalskipulaginu hefur tekið miklum breytingum og eru forsendur fyrir frístundabyggð ekki lengur til staðar. Núverandi deilskipulagstillaga falli mun betur að notkun landsins samkv. núgildandi aðalskipulagi og felur sveitarstjórn skipulagshönnuði að aðlaga deiliskipulagstillöguna að núgildandi aðalskipulagi.
3. Vaðlaborgir A L198869 - deiliskipulagsbreyting - 2502003
Erindi frá Landslagi ehf fyrir hönd landeigenda frístundabyggðar í Vaðlaborgum, óveruleg breyting á deiliskipulagi Vaðlaborga A frá Landslagi ehf. sem sveitarstjórn heimilaði á síðasta fundi sínum að hefja vinnu við.
Sveitastjórn samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 44. gr. laganna þar sem breytingin hefur áhrif á aðra lóðarhafa.
4. Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar - 2502005
Erindi frá Eyjafjarðarsveit. Eyjafjarðarsveit óskar umsagnar Svalbarðsstrandarhrepps samkv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna breytingar á Aðalskipulagi 2018-2030 - Bakkaflöt athafnasvæði, nr. 0949/2023 í skipulagsgátt: Kynning tillögu á vinnslustigi og fylgir tillaga á vinnslustigi dags. 07.02.2025 erindinu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna.
5. Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps - 2004007
Endurskoðaðar samþykktir Svalbarðsstrandarhrepps fyrri umræða.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktum sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps í seinni umræðu.
6. Kynning framkvæmdarstj. á starfsemi SSNE - 2302001
Heimsókn frá SSNE, kynning á starfi samtakanna.
Albertína Elíasdóttir og Elva Gunnlaugsdóttir frá SSNE mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu starfsemi SSNE.
7. Fundargerðir HNE - 2208016
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 240 lögð fram til kynningar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8. Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006
Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 87 lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013
Fundargerðir stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 960,961 og 962 lagðar fram til kynningar.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
10. Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008
Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 294 lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11. Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2101002
Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 306 lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12. Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerðir 2023 - 2204002
Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar nr. 147 og 148 lagðar fram til kynningar.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
13. Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013
Fundargerð stjórnar SSNE nr.70 lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
14. Áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga - 2502006
Með vísan til kynningarfundar innviðaráðuneytisins með framkvæmdastjórnum sveitarfélaga um drög að frumvarpi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem haldinn var þann 19. febrúar sl., þar sem u.þ.b. helmingur fulltrúa sveitarfélaga óskaði eftir að fresti til að veita umsögn um frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, hefur ráðuneytið ákveðið að framlengja samráðsfrestinn til kl. 12:00, miðvikud. 5. mars n.k. Óskar ráðuneytið því sérstaklega eftir því, í ljósi þeirrar umræðu sem fór fram á umræddum kynningarfundi, að sveitarfélög veiti umsögn sína um eftirfarandi atriði: 1. Hvort að viðkomandi sveitarfélag telji núgildandi regluverk vera fullnægjandi eða hvort þörf sé á breytingum. 2. Afstöðu sveitarfélagsins til 3. mgr. 13. gr. frumvarpsdraganna sem kveður á um að vannýting útsvars leiði til lækkunar framlaga úr Jöfnunarsjóði.
Sveitarstjórn samþykkir að taka málið fyrir með afbrigðum. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara í samræmi við umræður á fundinum og skila inn í samráðsgáttina.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.