Dagskrá:
1. Beiðni um leyfi til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir Geldingsá lóð L199999 - 2503003
Erindi frá Baldvini Baldvinssyni fyrir hönd Bent Frisbaik, kt.1102497649 ósk um heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir Geldingsá lóð L199999, í samræmi við 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn frestar málinu.
2. Bakkatún og Lækjartún - merkjalýsing - 2503001
Fyrir fundinum liggur til staðfestingar sveitarstjórnar, merkjalýsing vegna lóða í Bakkatúni og Lækjartúni, unnin af Arnari Frey Þrastarsyni, dags. 18.02.25
Sveitarstjórn staðfestir merkjalýsingu sem gerð hefur verið vegna nýrra lóða í Bakkatúni og Lækjartúni.
3. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II - 2503002
Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi Eystra, beiðni um umsögn sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Project Aurora I ehf vegna Halllandsness.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn Project aurora I ehf. kt. 600224-0500 um gistileyfi.
4. Úthlutun lóða í Valsárhverfi - 2007003
Úthlutunartímabili vegna umsókna lóða í Valsárhverfi fyrir 3. áfanga lauk sunnudaginn 9. mars. Farið yfir innsendar umsóknir og lóðum úthlutað.
Alls bárust 25 umsóknir í 13 mismunandi lóðir í Valsárhverfi. Ein umsókn barst um eftirfarandi lóðir.
Í eftirfarandi lóðir voru fleiri en einn umsækjandi:
Bakkatún 23
Bakkatún 30
Bakkatún 46
Lækjartún 10
Ólafur Rúnar Ólafsson lögmaður sveitarfélagsins var viðstaddur drátt sveitarfélagsins. Dregið var úr venjulegum spilastokk og fékk sá sem dróg hærra spil úthlutað lóðinni. Niðurstöður útdráttar voru eftirfarandi:
Bakkatún 23: 1. Elías Viðarsson 2. Helgi Viðar Tryggvason
Bakkatún 30: 1. Perago Bygg ehf. 2. Valsmíði ehf.
Bakkatún 46: 1. Jón Gunnar Benjamínsson 2. Jökuley ehf.
Lækjartún 10: 1. Elías Viðarsson 2. Telma Eir Aradóttir 3. Zdravko Kamenov Jivko 4. Björn Bragi Björnsson
Að loknum útdrætti kallaði Ólafur Rúnar Ólafsson lögmaður sveitarfélagssins eftir því hvort einhver hefði athugasemdir við framkvæmd úthlutunar. Engar athugasemdir voru gerðar við framkvæmdina.
5. Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps - 2004007
Endurskoðun á samþykktum Svalbarðsstrandarhrepps teknar til seinni umræðu.
Eftirfarandi samþykktir eru teknar til seinni umræðu og samþykktar af sveitarstjórn.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp stjórna í Svalbarðsstrandarhreppi
Samþykkt atvinnu- og umhverfismálanefndar
Samþykkt skólanefndar
Samþykkt velferðar- og menningarmálanefndar
Sveitarstjóra falið að lagfæra endanlega útgáfu í samræmi við umræður á fundinum, óska eftir staðfestingu ráðherra og annast birtingu samþykktanna.
6. Sveitarstjórn - lausn frá störfum - 2009010
Erindi frá Ingu Margréti Árnardóttur, ósk um lausn frá störfum sem fyrsti varamaður í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps fyrir A-lista Strandalistans frá og með 148. fundi sveitarstjórnar 12.03.2025.
Sveitarstjórn samþykkir erindi Ingu Margrétar Árnadóttur um lausn frá störfum. Sveitarstjórn þakkar Ingu kærlega fyrir gott samstarf og óskar henni velfarnaðar.
7. Hlutverkaskipan nefndar 2022-2026 - 2411006
Erindi dags. 21.febrúar 2025, frá Elísabetu Ingu Ásgrímsdóttur og Ingu Margréti Árnadóttur, ósk um að stíga til hliðar frá störfum í Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps.
Sveitarstjórn samþykkir erindi Elísabetu Ingu Ásgrímsdóttur og Ingu Margrétar Árnadóttur um lausn frá störfum. Sveitarstjórn þakkar þeim fyrir samstarfið.
8. Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007
Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 307 lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013
Fundargerðir stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr.965,966,967,968,969 og 970 lagðar fram til kynningar.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
10. Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006
Fundargerð embættis skipulags- og byggingafulltrúa nr. 88 lögðfram til kynningar.
Eftirfarandi mál var tekið fyrir tengt Svalbarðsstrandarhreppi. Halllandsnes Land L193029 - Umsókn um niðurrif á eldra íbúðarhúsi - 2411006 Project Aurora 1 ehf. kt: 600224-0500, Halllandsnes Land 606 Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um byggingarheimild vegna niðurrifs einbýlishúss á lóðinni Halllandsnesi Land í Svalbarðsstrandarhrepppi. Fasteignanúmer hússins er F2160229. Fyrir embættinu liggur samningur umsækjanda við Völu Garðarsdóttur fornleifafræðing sem mun hafa eftirlit með niðurrifinu skv. umsögn frá minjastofnun. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið Fungargerð lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801