Dagskrá:
1. |
Beiðni um leyfi til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir Geldingsá lóð L199999 - 2503003 |
|
Erindi sem frestað var á 148. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025, frá Baldvini Baldvinssyni fyrir hönd Bent Frisbaik, ósk um heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir Geldingsá lóð L199999, í samræmi við 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Tekin fyrir beiðni frá Listhús Arc. fyrir hönd landeigenda dags. 24.02.2025 um heimild til að vinna deiliskipulag að Geldingsá lóð. Lóðin er innan landnotkunarreits ÍB25 í Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008 - 2020 þar sem heimilt er að byggja 3 einbýlishús. Fyrri beiðnum um heimild til að vinna að deiliskipulagi fyrir lóðina voru teknar fyrir á fundum 02.04.2019 og 09.08.2021 þar sem beiðnum var hafnað á grunni gildandi ákvæða aðalskipulags. Vinna er hafin við breytingu á aðalskipulagi. |
||
|
||
2. |
Húsabrekka L152898 og Fagrabrekka L229770 breyting á lóðum - 2503007 |
|
Erindi frá Haraldi Guðmundssyni, Fyrir fundinum liggur til samþykktar merkjalýsing unnin af Jóni Hlyn Sigurðssyni, dags. 7. mars frá eiganda lóðanna Húsabrekku L152898 og Fögrubrekku L229770, þar sem óskað er eftir breytingu á mörkum og stærð lóðanna. |
||
Sveitarstjórn staðfestir merkjalýsingu sem gerð hefur verið vegna breytinga á mörkum og stærð lóðanna Húsabrekku L152898 og Fögrubrekku L229770. |
||
|
||
3. |
Viðaukar 2025 - 2503008 |
|
Tillaga að Viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025 lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Í ljósi nýrra kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Ísland hefur launaáætlun 2025 verið uppfærð. |
||
Skrifstofustjóri leggur fram viðauka 1 fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Viðaukin er tilkominn vegna breytingar launaáætlunar eftir undirritun kjarasamninga Sambandsins við KÍ, fjölgun á lóðum sem áætlað er að útdeila á árinu og uppfærslu á kostnaðaráætlun við nýjan heitan pott. |
||
|
||
4. |
Jafnlaunavottun sveitarfélaga - 1909003 |
|
Uppfærsla á Handbók jafnlaunakerfis Svalbarðsstrandarhrepps lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. |
||
Málinu frestað fram til næsta fundar. |
||
|
||
5. |
Stjórnsýsluskoðun Svalbarðsstrandarhrepps - 1903010 |
|
Erindi frá sveitarstjóra, stjórnsýsluskoðun KPMG fyrir árið 2024 lögð fram til kynningar. |
||
Stjórnsýsluskoðun lögð fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
Skipan í nefndir á kjörtímabilinu 2022-2026 - 2205008 |
|
Skipan í nefndir Svalbarðsstrandarhrepps 2025-2026 samkvæmt 40. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps. |
||
Sveitarstjórn skipar eftirfarandi í nefndir 2025-2026. |
||
|
||
7. |
Styrkbeiðni - 2503006 |
|
Erindi frá Rauða krossinum v. Eyjafjörð, styrkbeiðni v. 100 ára afmælis. |
||
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja Rauða krossinn við Eyjafjörð um kr. 50.000,- Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar. |
||
|
||
8. |
Skólanefnd - 32 - 2503002F |
|
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013 |
|
Fundargerð stjórnar SSNE NR. 71 lögð fram til kynningar. |
||
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006 |
|
Fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 89 lögð fram til kynningar. |
||
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
||
|
||
11. |
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013 |
|
Fundargerðir sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 971 og 972 lagðar fram til kynningar. |
||
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801