Sveitarstjórn

149. fundur 25. mars 2025 kl. 14:00 - 15:45 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gesur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Stefán Ari Sigurðsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi SBE
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Beiðni um leyfi til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir Geldingsá lóð L199999 - 2503003

 

Erindi sem frestað var á 148. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025, frá Baldvini Baldvinssyni fyrir hönd Bent Frisbaik, ósk um heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir Geldingsá lóð L199999, í samræmi við 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Tekin fyrir beiðni frá Listhús Arc. fyrir hönd landeigenda dags. 24.02.2025 um heimild til að vinna deiliskipulag að Geldingsá lóð. Lóðin er innan landnotkunarreits ÍB25 í Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008 - 2020 þar sem heimilt er að byggja 3 einbýlishús. Fyrri beiðnum um heimild til að vinna að deiliskipulagi fyrir lóðina voru teknar fyrir á fundum 02.04.2019 og 09.08.2021 þar sem beiðnum var hafnað á grunni gildandi ákvæða aðalskipulags. Vinna er hafin við breytingu á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn heimilar að hafin verði vinna við deiliskipulag fyrir lóðir á reit ÍB25 í samræmi við eftirfarandi ákvæði sem birt eru í rammahluta aðalskipulags fyrir Svalbarðsstrandarhrepp og Eyjafjarðarsveit og er í auglýsingarferli:

Þéttleiki á landnotkunarreitum fyrir íbúðarbyggð skal vera að hámarki 3 íb/ha. Gert er ráð fyrir mun meiri fjölbreytileika lóða en gerist í þéttbýli og að svæðið hafi yfirbragð byggðar í sveit. Einkenni svæðisins er þyrping takmarkaðs fjölda húsa (klasa) sem eru umvafnir náttúru. Við skipulag byggðar skal forðast ásýnd hefðbundins þéttbýlisskipulags.

 

   

2.

Húsabrekka L152898 og Fagrabrekka L229770 breyting á lóðum - 2503007

 

Erindi frá Haraldi Guðmundssyni, Fyrir fundinum liggur til samþykktar merkjalýsing unnin af Jóni Hlyn Sigurðssyni, dags. 7. mars frá eiganda lóðanna Húsabrekku L152898 og Fögrubrekku L229770, þar sem óskað er eftir breytingu á mörkum og stærð lóðanna.

 

Sveitarstjórn staðfestir merkjalýsingu sem gerð hefur verið vegna breytinga á mörkum og stærð lóðanna Húsabrekku L152898 og Fögrubrekku L229770.

 

   

3.

Viðaukar 2025 - 2503008

 

Tillaga að Viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025 lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Í ljósi nýrra kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Ísland hefur launaáætlun 2025 verið uppfærð.

 

Skrifstofustjóri leggur fram viðauka 1 fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Viðaukin er tilkominn vegna breytingar launaáætlunar eftir undirritun kjarasamninga Sambandsins við KÍ, fjölgun á lóðum sem áætlað er að útdeila á árinu og uppfærslu á kostnaðaráætlun við nýjan heitan pott.
Sveitarstjórn samþykkti viðauka 01 við fjárhagsáætlun 2025 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 61.450.155 kr. og handbært fé í árslok 2025 verði 59.945.155 kr.

 

   

4.

Jafnlaunavottun sveitarfélaga - 1909003

 

Uppfærsla á Handbók jafnlaunakerfis Svalbarðsstrandarhrepps lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

 

Málinu frestað fram til næsta fundar.

 

   

5.

Stjórnsýsluskoðun Svalbarðsstrandarhrepps - 1903010

 

Erindi frá sveitarstjóra, stjórnsýsluskoðun KPMG fyrir árið 2024 lögð fram til kynningar.

 

Stjórnsýsluskoðun lögð fram til kynningar.

 

   

6.

Skipan í nefndir á kjörtímabilinu 2022-2026 - 2205008

 

Skipan í nefndir Svalbarðsstrandarhrepps 2025-2026 samkvæmt 40. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Sveitarstjórn skipar eftirfarandi í nefndir 2025-2026.
Skólanefnd
Formaður: Hanna Sigurjónsdóttir
Árný Þóra Ágústsdóttir
Vilhjálmur Rósantsson
Varamenn:
1. Gestur J. Jensson
2. Arnar Þór Björnsson
3. Íris María Eyjólfsdóttir

Atvinnu- og umhverfisnefnd:
Formaður: Bjarni Þór Guðmundsson
Andri Már Þórhallsson
Telma Eir Aradóttir
Varamenn:
1. Sigurður Halldórsson
2. Sigrún Rósa Kjartansdóttir
3. Þorgils Guðmundsson

Velferðar- og menningarnefnd:
Formaður: Anna Karen Úlfarsdóttir
Heiða Kristín Jónsdóttir
Ingþór Björnsson
Varamenn:
1. Harpa Barkardóttir
2. Ólafur Rúnar Ólafsson
3. Sindri Már Mánason

 

   

7.

Styrkbeiðni - 2503006

 

Erindi frá Rauða krossinum v. Eyjafjörð, styrkbeiðni v. 100 ára afmælis.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja Rauða krossinn við Eyjafjörð um kr. 50.000,- Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

 

   

8.

Skólanefnd - 32 - 2503002F

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Skólanefnd vísaði eftirfarandi máli til samþykktar.

1. Skipurit skólanna - 2503004

Breytt skipurit Álfaborgar lagt fram til samþykktar.

Skólanefnd leggur til að fjölga deildarstjórum úr 1,5 stöðugildum í 2,5 og að breyta í 3 deildir í stað tveggja. Þörf er á að skipta upp fjölmennri deild auk þess sem húsnæði býður ekki upp á núverandi skipulag. Við leggjum því til að Kvisti og Rjóðri verði skipt í tvær deildir með sinn hvorn deildarstjórann. Skólanefnd vísar málinu til sveitarstjórnar til samþykktar.

Sveitarstjórn frestar málinu.

 

   

9.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerð stjórnar SSNE NR. 71 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

10.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 89 lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir tengd Svalbarðsstrandarhrepps.

Laugartún 11 L152979 - Bílskúr og Svalir - 2503001
Sævar Örn Sveinbjörnsson kt. 221268-3859 , Laugartúni 11 606 Akureyri sækir um leyfi
til að byggja 40,8fm bílskúr og svalir við einbýlishús á lóðinni Laugartún 11,
Svalbarðseyri. Erindinu fylgja uppdrættir frá Ragnari Frey Guðmundssyni hjá Kollgátu
dags 2025-03-05.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Vaðlaklif 2 L219459 - byggingarleyfi einbýlishús - 2412005
Kristján Elí Örnólfsson kt. 240276-3769 Margrétarhaga, 600 Akureyri sækir um
breytingar á áður samþykktum teikningum af einbýlishúsi á lóðinni Vaðlaklif 2 í
Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Steinmar H. Rögnvaldsson dags.
2024-06-10.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

11.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerðir sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 971 og 972 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45.