Umhverfis & Atvinnumálanefnd

37. fundur 30. september 2024 kl. 13:00 - 15:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Inga Ásgrímsdóttir formaður
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Andri Már Þórhallsson
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

1.

Fjárhagsáætlun 2025-2028 - 2408003

 

Skrifstofustjóri fer yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2025-2028.

 

Skrifstofustjóri fer yfir forsendur fjárhagsáætlunargerðar 2025-2028.

 

Samþykkt

 

   

2.

Erindi frá SSNE - 2311008

 

Sveitarfélög innan SSNE hafa öll fengið boð um þátttöku við gerð aðgerðaráætlunar í orkuskiptum.
Sem liður í þeirri vinnu er umhverfis- og skipulagsstarfsfólki sveitarfélaganna, kjörnum fulltrúum, sveitarstjórum og starfsfólki orku- og veitufyrirtækja boðið að taka þátt í lokuðum vinnustofum RECET um orkuskipti sem fara fram í október og nóvember.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Samþykkt

 

   

3.

Umhverfisviðurkenning Svalbarðsstrandarhrepps - 2301002

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd fer yfir innsendar tilnefningar til umhverfisverðlauna Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Umhverfis - og atvinnumálanefnd hefur ákveðið eftir yfirferð á innsendum tilnefningum að veita Lindu Stefánsdóttur á Breiðabóli og Vinnuskóla Svalbarðsstrandarhrepps mhverfisviðurkenningu Svalbarðsstrandarhrepps 2024.

 

Samþykkt

 

   

4.

Alþjóðlegi rafrusladagurinn - 2409006

 

Alþjóðadagur raf- og rafeindatækjaúrgangs, Alþjóðlegi rafrusldagurinn (International EWaste day IEWD) er haldinn þann 14. október ár hvert til að hjálpa til við að takast á við þetta alþjóðlega vandamál.

 

Lagt fram til kynningar - Umhverfis- og atvinnumálanefnd ítrekar hversu mikilvægt það er að átta sig á þeim verðmætum sem geta glatast úr hringkerfahagkerfinu ef sorpi sem þessu er ekki komið í réttan farveg til endurvinnslu.

 

Samþykkt

 

   

5.

Boð um þátttöku í Grænum skrefum SSNE - 2302002

 

Farið yfir stöðu skrifstofu Svalbarðsstrandrhrepps í grænum skrefum.

 

Skrifstofustjóri fer yfir þau verkefni sem eftir eru til að klára græn skref nr. 1 og 2.

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.