Íþróttahús
Íþróttafólk gengur inn að norðan og fer beint í íþróttasal. Búningsklefar eru ekki notaðir nema til að fara á snyrtingu. Eftir notkun eru helstu snertifletir þvegnir og sótthreinsaðir. Hópstjóri fer yfir allar reglur með iðkendum og fylgir eftir þrifum. Annars fara iðkendur eftir reglum frá sínu sambandi s.s. BLÍ. Aðgangur að öðrum svæðum innan skólans er ekki leyfður.
Sundlaug
Hópur sem mætir í sundleikfimi notar báða klefa og reynir að hafa bil á milli iðkenda eins og kostur er. Þurrka þarf af öllum snertiflötum og sótthreinsa. Stjórnandi fer yfir allar reglur með iðkendum og fylgir eftir þrifum.
Veislur í matsal/skála
Á meðan samkomutakmarkanir eru vegna COVID-19 er salurinn ekki leigður út til veisluhalda. Þeir sem voru búnir að panta salinn áður en hert var á reglunum halda sínum tíma en þurfa að kaupa þrif. Þrif þurfa að fara fram áður en skólahald hefst.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801