AÐSTOÐ VIÐ FLOKKUN OG STRANDHREINSUN

Í dag, miðvikudag er boðið uppá aðstoð við flokkun á gámasvæðinu klukkan 15:30-17:00. Hann Helgi frá TERRA verður á svæðinu og leiðbeinir þeim sem eru í vandræðum með að flokka. Við höfum dæmi um að gleraugu, rafmagnstæki, pappi og járn séu að flækjast í ranga gáma og um að gera að koma og fá ráðleggingar frá manni sem kann ráð við flestum spurningum sem vakna þegar flokkun er annars vegar.

Á morgun fimmtudag verður svo farið í strandhreinsun norðan Svalbarðseyrar. Við byrjum í fjörunni í landi Garðsvíkur og leiðinni lýkur í fjörunni við Dálksstaði. Hópur sjálfboðaliða fór í fjörur í syðsta hluta sveitarfélagsins á þriðjudag og voru heimtur óþarflega góðar. Það segir okkur að ástæða sé til þess að halda þessu verkefni áfram og vonandi mæta sem flestir á fimmtudag að tína rusl í fjörunni.