Starf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar
Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir eftir aðila í 50 % stöðu starfsmanns á skrifstofu embættisins. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar er byggðasamlag sem annast skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit og mun nýr starfsmaður annast verkefni á skrifstofu byggðasamlagsins.
Meðal verkefna starfsmannsins verða: · Móttaka erinda · Skráning upplýsinga í Byggingargátt og skjalakerfi embættisins · Innra eftirlit skv. gæðakerfi embættisins · Skönnun teikninga · Almenn skrifstofustörf · Undirbúningur og eftirfylgni funda. · Samskipti við málsaðila vegna skipulagsmála s.s. grenndarkynninga · Ýmis verkefni á sviði byggingar- og skipulagsmála |
Hæfni- og menntunarkröfur · Góð tölvukunnátta · Reynsla af skrifstofustörfum · Lipurð í samskiptum · Þekking á tölvuforritunum Outlook, Word og öðrum algengum hugbúnaði er kostur |
Byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar bs. var stofnað árið 2017 og annast það skipulags- og byggingarmál í aðildarsveitarfélögum skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og mannvirkjalögum nr. 160/2012. Starfstöð byggðasamlagsins er í Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi og þar vinna þrír starfsmenn.
Umsóknarbréf og ferilskrá í pdf sniði skulu send í tölvupósti í síðasta lagi 20. apríl 2022 á netfangið vigfus@sbe.is. Nánari upplýsingar veitir Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, í síma 463-0600.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar – Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri – s: 463-0600
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801