Breyting á sorphirðudagatali í Svalbarðsstrandarhreppi

Sæl.

Sorphirðudagatali Svalbarðsstrandarhrepps hefur verið hliðrað um eina viku. Tæming sem átti að vera núna 2. maí verður því 9. maí og í framhaldinu á tveggja vikna fresti út árið. 

Mistök áttu sér stað hjá Terra þegar dagatalið var gert fyrir 2024. Þá var tæming 29. febrúar og svo strax aftur 7. mars. sjá mynd hér fyrir neðan.

 

Fyrir vikið riðlast sorphirðukerfið. Mistökin komu ekki í ljós fyrr en í síðustu viku og ákváðu Terra menn að leiðrétta þau í kjölfarið en láðist að láta okkur vita af breytingunum. Farið hefur verið yfir það að upplýsingaflæði er lykill að góðri samvinnu í sorphirðu sem vonandi kemur í veg fyrir svona mistök í framtíðinni. 

Nýtt sorphirðudagatal er komið inn hér.  

Hér fyrir neðan er hvernig skipulagið verður næstu tvo mánuði.

 

Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Terra hefur staðfest þeir munu vinna á uppstigningardag við skrifstofu og ætti tæming að ganga snuðrulaust fyrir sig þá.