BROS ER BETRA EN KOSS OG KNÚS

Eins og flestum ætti að vera kunnugt hafa verið að koma upp hópsmit undanfarna daga sem rekja má til mannfagnaða. Mikil ferðamannahelgi er framundan og mikilvægt að við höldum vel utanum smitvarnir og höfum í huga að veiran er enn virk í samfélaginu. Hver og einn verður að gæta að sér og huga vel að sóttvörnum, halda fjarlægð milli einstaklinga og fara eftir þeim tilmælum sem Landlæknir sendir frá sér.

Við eigum því miður enn langt í land og mikilvægt að við slökum ekki á, notum sýkingavarnir, virðum nándarmörk og forðumst mannmergð. Óskandi væri að boðskaupurinn í þessum orðum væri annar en því miður erum við viðkvæm fyrir og hópsmit eins og þau sem orðið hafa síðustu daga verða þrátt fyrir að einstaklingar fari eftir tilmælum og geri sitt besta til að gæta að smitvörnum. Heimasíða Landklæknisembættis er landlaeknir.is og þar er að finna ítarlegar upplýsingar um viðbrögð við smiti, reglur varðandi samkomur og annað sem kemur sér vel að vita

 

Með kveðju

Björg Erlingsdóttir

Sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps