Fundarboð 148. fundur 12.03.2025

Dagskrá:

Almenn mál

1.

2503003 - Beiðni um leyfi til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir Geldingsá lóð L199999

 

Erindi frá Baldvini Baldvinssyni fyrir hönd Bent Frisbaik, kt.1102497649 ósk um heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir Geldingsá lóð L199999, í samræmi við 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

2.

2503001 - Bakkatún og Lækjartún - merkjalýsing

 

Fyrir fundinum liggur til staðfestingar sveitarstjórnar, merkjalýsing vegna lóða í Bakkatúni og Lækjartúni, unnin af Arnari Frey Þrastarsyni, dags. 18.02.25

 

   

3.

2503002 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II

 

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi Eystra, beiðni um umsögn sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Project Aurora I ehf vegna Halllandsness.

 

   

4.

2007003 - Úthlutun lóða í Valsárhverfi

 

Úthlutunartímabili vegna umsókna lóða í Valsárhverfi fyrir 3. áfanga lauk sunnudaginn 9. mars. Farið yfir innsendar umsóknir og lóðum úthlutað.

 

   

5.

2004007 - Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps

 

Endurskoðun á samþykktum Svalbarðsstrandarhrepps teknar til seinni umræðu.

 

   

6.

2009010 - Sveitarstjórn - lausn frá störfum

 

Erindi frá Ingu Margréti Árnardóttur, ósk um lausn frá störfum sem fyrsti varamaður í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps fyrir A-lista Strandalistans frá og með 148. fundi sveitarstjórnar 12.03.2025.

 

   

7.

2411006 - Hlutverkaskipan nefndar 2022-2026

 

Erindi dags. 21.febrúar 2025, frá Elísabetu Ingu Ásgrímsdóttur og Ingu Margréti Árnadóttur, ósk um að stíga til hliðar frá störfum í Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps.

 

   

Fundargerðir til kynningar

8.

2202007 - Fundargerðir stjórnar Norðurorku

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 307 lögð fram til kynningar.

 

   

9.

2201013 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022

 

Fundargerðir stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr.965,966,967,968,969 og 970 lagðar fram til kynningar.

 

   

10.

2203006 - Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingafulltrúa nr. 88 lögðfram til kynningar.


 

   

 

Aðalmenn eru beðnir að láta vita af forföllum í tíma svo hægt sé að boða varamenn.

 

Svalbarðseyri 10.03.2025,

Gestur Jensson
Oddviti.