Nemendur í 5.-6. bekk Valsárskóla hafa síðustu vikur unnið að tillögum til að senda inn vegna endurskoðun Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps.
Þau mættu nú í morgun og afhentu skrifstofustjóra tillögurnar ásamt því að kynna hugmyndir sínar nánar. Skrifstofa Svalbarðsstrandarhrepps þakkar þeim fyrir framlag sitt í mótun Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps. Sveitarstjórn mun fara yfir tillögurnar á næsta aðalskipulagsfundi.
Frestur til að skila inn hugmyndum rennur út í dag 16. september og eru íbúar hvattir til að senda inn tillögur.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801