Svalbarðsstrandarhreppur auglýsir úthlutun byggingarlóða á Svalbarðseyri. Umsóknarfrestur rennur út 9. mars, og verða allar umsóknir sem borist hafa fyrir þann tíma teknar til skoðunar af sveitarstjórn.
Verði fleiri en ein umsókn um sömu lóð mun sveitarstjórn framkvæma útdrátt til að ákveða hver hlýtur lóðina. Að úthlutun lokinni verður haft samband við þá sem fá úthlutað lóðum til að staðfesta úthlutunina.
Eftir að þessari úthlutun lýkur verða allar lausar lóðir áfram opnar fyrir umsóknir. Þær verða þá veittar beint til umsækjenda án frekari úthlutunarferlis.
Nánari upplýsingar um lóðir, skilmála og gjöld má finna á heimasíðu sveitarfélagsins, eða með því að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801