Tillögur frá íbúum og áform landeigenda.
Í vinnslu er endurskoðun aðalskipulags fyrir Svalbarðsstrandarhrepp þar sem sett er fram stefna sveitarfélagsins um landnotkun og þróun byggðar til næstu 12 ára.
Íbúar eru hvattir til að senda inn hugmyndir og tillögur sem nýtast við mótun skipulagsins.
Landeigendur sem hyggja á breytingar á landnotkun eru hvattir til að nýta tækifærið og senda inn sín áform.
Mögulegt er að koma gögnum á netfangið atli@landslag.is eða skriflega á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps. Sé þörf á ráðgjöf vegna erinda tekur skrifstofustjóri á móti beiðnum í síma 464-5500.
Frestur til að skila inn hugmyndum er gefinn til mánudagsins 16. september.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801