Aðgangsstýring á gámasvæðinu á Svalbarðseyri og spurningin um þriðju tunnuna eða tíðari losun

Ljósmynd: Elísabet Ásgrímsdóttir
Ljósmynd: Elísabet Ásgrímsdóttir

Eins og fyrri ár geta íbúar Svalbarðsstrandarhrepps nálgast moltu á losunarsvæði gróðurúrgangs við Borgartún. Stærri farmar eru sóttir hjá Moltu á Þveráreyrum.

Á næstu dögum og vikum verður hafist handa við að setja upp aðgangsstýringu á gámasvæðinu á Svalbarðseyri. Íbúar fá aðgang að hliði og skrá sig inn á svæðið í gegnum síma. Upplýsingar um skráninguna og aðganginn verða aðgengilegar á skrifstofu Ráðhússins. Ef vel gengur með aðgangsstýringu að gámasvæði á Svalbarðseyri stefnir umhverfist- og atvinnumálanefnd á að sett verði upp aðgangsstýring á svæðinu í Kotabyggð. Mikill kostnaður er af losun gáma og mikilvægt að aðstaðan nýtist heimamönnum og vel sé haldið utanum að rétt sé flokkað.

Verið er að vinna að upplýsingaskiltum sem verða á gámasvæðinu og uppsetningu grenndarstöðvar þar sem íbúar geta skilað batteríum, kertavaxi, dagblöðum og öðrum flokkuðum úrgangi. Með haustinu er svo gert ráð fyrir niðurstaða verði komin í hvort bætt verði við þriðju tunnu eða fjölgað losun grænu tunnunnar. Íbúar eru greinilega duglegir við að flokka og kallar þessi dugnaður á aukna losun eða að sett verði upp þriðja tunnan.

Með þessum aðgerðum verður aðgengi að svæðinu breytt og flokkun orðin meiri og íbúar fá fræðslu og leiðbeiningar í samræmi við þessar breytingar. Ströndungar eru að standa sig mjög vel í flokkun og með samstilltu átaki getum við gert enn betur.