SÓUN ER EKKI LENGUR Í TÍSKU!

Fataskiptimarkaður - Fataskiptimarkaður.

Evrópska nýtnivikan hófst laugardaginn 19. nóvember, þema ársins er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu:

SÓUN ER EKKI LENGUR Í TÍSKU!

Af því tilefni stendur Umhverfis og atvinnumálanefnd í samvinnu við Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps fyrir fataskiptimarkaði í Ráðhúsinu miðvikudaginn 23. nóv frá kl 13 - 18.

Þar geta íbúar sveitarfélagsins komið með föt og lagt á markaðinn og farið heim með önnur ef vill. Farið verður með þær flíkur sem eftir verða í fatasöfnun Rauða Krossins. 

Skoðum í skápa, fatahengi og forstofur og tökum þátt