Í gær, mánudaginn 14. desember var fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2021-2024 samþykkt á 60. fundi sveitarstjórnar. Á þessum tímum er mikil áskorun að gera fjárhagsáætlun til lengri tíma þar sem óvissa er mikil. Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps ber þess merki að verið er að bregðast við því ástandi sem nú er uppi í þjóðfélaginu. Sveitarstjórn leggur áherslu á að halda óskertri þjónustu við íbúa í stað þess að fara í niðurskurð og uppsagnir og dregið er úr viðhaldsverkefnum. Áhersla er lögð á að standa vörð um grunnþjónustu á þessum samdráttartímum og að þjónusta við barnafjölskyldur skerðist ekki. Hækkunum er haldið í lágmarki. Skorið verður niður í viðhaldsverkefnum eftir að mikil áhersla var á viðhaldsverkefni árið 2020 og farið verður í fjárfestingarverkefni og framkvæmdir árið 2021, þannig að efla megi atvinnulíf á svæðinu. Tvö ný parhús verða byggð við Bakkatún og verða þau fjármögnuðum með sölu eigna og lántöku.
Líkt og önnur sveitarfélög í landinu finnur Svalbarðsstrandarhreppur fyrir þeim samdrætti sem nú gengur yfir þar sem tekjur hafa dregist saman m.a. vegna lækkunar á framlagi jöfnunarsjóðs og lækkunar útsvarstekna auk þess sem útgjöld hafa vaxið m.a. vegna kostnaðar vegna COVID-19 og kjarasamninga sem gerðir voru árið 2020.
Sveitarfélagið stendur vel og skuldastaða mjög lág (innan við 5%). Markmið sveitarstjórnar er að ekki sé tekið lán fyrir rekstri, aðhalds sé gætt og verkefnum forgangsraðað næstu misserin á meðan óvissutímar sem fylgja COVID-19 ganga yfir.
Meðfylgjandi er yfirlit yfir gjaldskrár Svalbarðsstrandarhrepps árið 2021 og nánari upplýsingar má finna í þessu
Útsvarshlutfall fyrir árið 2021 verði óbreytt 14,52%.
Fasteignaskattur, A stofn 0,4 % (hækkar úr 0,385 %)
Fasteignaskattur, B stofn 1,32 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,2 % (óbreytt)
Fráveitugjald 0,19 % (óbreytt)
Lóðarleiga 1,5 % ( óbreytt )
Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.
Sorpgjald hækkar um 5 %.
Gripagjald hækkar um 5 % (einn gjaldastofn hækkar í samræmi við aukinn kostnað, aðrir hækka um 5%)
Rótþróargjald er óbreytt en veittur 50 % afsláttur af gjaldinu árið 2021.
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega haldast óbreyttar á milli ára.
Gjaldskrár skóla hækka um 5 % en jafnframt hefur systkinaafsláttur verið hækkaður.
Fjárfestingar og viðhaldsáætlun fyrir árið 2021 ákveðin af sveitarstjórn 264 milljónir. 240 milljónir fara í nýbyggingar og 24 milljónir til viðhalds.
Niðurstöðuliðir úr fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2021 í þús. kr.
Tekjur 459.963
Gjöld án fjármagnsliða 484.652
Fjármunatekjur og gjöld (3.972)
Rekstrarniðurstaða (28.661)
Veltufé frá rekstri 6.995
Afborganir lána 2.870
Hækkun á handbæru fé 10.581
Stærstu einstöku framkvæmdir árið 2021.
Tvö parhús reist í Bakkatúni á lóðum nr. 18 og nr. 20
Nýr kastali á leikskólalóð
Framkvæmdir vegna loftræstingar í skólastofum Valsárskóla
Undirbúningsvinna við hjólreiða- og göngustíg
Gert er ráð fyrir að lán verði tekið upp á 170 milljónir árið 2021 vegna nýbygginga við Bakkatún. Lánið verður tekið vegna byggingar parhúsa við Bakkatún nr. 18 og nr. 20 en sala fasteigna hreppsins kemur á móti áætluðum kostnaði. Þrátt fyrir slíkt lán er skuldaviðmið Svalbarðsstrandarhrepps innan viðmiðunarmarka skv. reglugerð 502/2012 49,6 % (má vera 150 %) og ráðgert að skuldaviðmið verði komið niður í 34,4 % í lok árs 2024 og lækki hraðar við sölu íbúða í Bakkatúni.
Með kveðju
Björg Erlingsdóttir
Sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801