Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu

Nú þegar það sést vonandi fyrir endan á kórónuveirufaraldrinum stendur til að gera aðra tilraun til að lyfta upp andanum með skemmtiferð til Vestmannaeyja. Dagana 29. til 31. ágúst næstkomandi verður boðið upp á ferð til Eyja í beinu flugi frá Húsavík, (Aðaldal). Gisting í tveggja manna herbergjum í tvær nætur á Hótel Vestmannaeyjum. Morgunverður innifalinn.
Í Eyjum verður farið á söfn og í skoðunarferðir svo eitthvað sé nefnt. Flogið frá Húsavíkurflugvelli snemma sunnudags 29. og frá Eyjum seinnipart þriðjudagsins 31. Áætlað verð um 80.000 kr. Nánari upplýsingar síðar.
Ath. að allar konur sem reka heimili og hafa lögheimili innan sýslunnar hafa rétt til að nýta sér orlofsferðina en nefndin áskilur sér rétt til að forgangsraða eftir ákveðnum reglum ef nauðsyn krefur. Skráning fyrir 10. júlí nk. hjá undirrituðum.
Hjördís, sími 7737548, netfang: angelkick89@gmail.com
Stefanie, sími 8686854, netfang: steffihofdi@gmail.com
Ólöf, sími 8473968, netfang: olof@vogafjos.is