Framkvæmdir á Svalbarðseyri

Undanfarna daga hefur verið unnið að viðgerðum á malbiki og malbikun á svæðinu í kring um höfnina á Svalbarðseyri. Nýrri flotbryggju hefur verið komið fyrir og öll aðstaða við höfnina að breytast. Sveitarfélagið nýtti sér vinnu Hafnarsamlagsins og ákveðið var að malbika svæðið milli hafnarsvæðisins og Áhaldahúss og verður svæðið allt mun snyrtilegra fyrir vikið. Á næstu dögum verður komið fyrir útibekkjum og ruslatunnum og um að gera að fá sér göngutúr á góðviðrisdögum, frá höfninni og áfram að vitanum og umhverfis tjarnirnar. Við sama tækifæri var stígurinn milli Smáratúns og Borgartúns malbikaður og gagnast bæði gangandi og hjólandi.