Framkvæmdir vegna malbikunar

Þriðjudaginn 2. júní hefjast framkvæmdir vegna malbikunar við plan fyrir framan Áhaldahúsið og að bryggjunni. Bryggju hefur verið snúið og öll aðstaða við höfnina lagfærð.

Að frágangi loknum verður höfnin tengd við vatn og rafmagn, malbikuð bílastæði, umhverfi Áhaldahússins snyrtilegra auk þess sem skemmdir á götu fyrir framan Kjarnafæði verða lagfærðar. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í vikulok og vonandi finna íbúar Svalbarðseyrar lítið fyrir þessum framkvæmdum.

Með kveðju,
Björg Erlingsdóttir