Frístundastyrkur fyrir árið 2021

Minnum sveitunga á að sækja um frístundastyrk fyrir árið 2021 fyrir árslok. Styrkurinn er niðurgreiðsla þátttökugjalda barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi fyrir árið 2021.

Úthlutunarreglur

Markmið.
Að auka möguleika barna- og unglinga í Svalbarðsstrandarhreppi til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og ýta með því undir aukna hreyfingu og félagsþátttöku þeirra.

Framkvæmd.
Gegn framvísun kvittunar á skrifstofu sveitarfélagsins, um greiðslu þátttökugjalds fyrir einstakling á aldrinum 18 mánaða til og með 16 ára, leggi sveitarfélagið samþykkta niðurgreiðslu inn á reikning viðkomandi.