Fundarboð 104. fundur 22.desember 2022 kl. 08:20

Dagskrá:

Almenn mál

1.

2212004 - Samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar

 

Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og þriggja ráðuneyta um sérstaka viðbótarfjármögnun á þjónustu við fatlað fólk.
Gert er ráð fyrir að útsvarsálagning sveitarfélaga hækki um 0,22% stig gegn samsvarandi lækkun tekjuskattsálagningar ríkisins. Skattbyrði einstaklinga breytist því ekki með þessari aðgerð. Sveitarfélögin hafa kallað eftir mun hærra framlagi frá ríkinu vegna þessar þjónustu, en hallinn á rekstri hennar nam um 14,2 ma.kr. á síðasta ári og líkur eru á að hallinn á þessu ári nemi svipaðri fjárhæð.
Aðilar samkomulagsins sammælast um að áfram verði unnið að greiningu á þróun útgjalda vegna þjónustunnar og leitast við að ná samkomulagi um styrkingu á fjárhagsgrundvelli hennar á næsta ári.

 

   

2.

2209003 - Samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu

 

Drög að samningi um umdæmisráð barnaverndar lögð fram til samþykktar.

 

   

3.

1909003 - Jafnlaunavottun sveitarfélaga

 

Jafnlaunastefna Svalbarðsstrandarhrepps lögð fram til samþykktar.

 

   

 

Aðalmenn eru beðnir að láta vita af forföllum í tíma svo hægt sé að boða varamenn.

 

Svalbarðseyri 19.12.2022,

Gestur Jensson
Oddviti.