Fundarboð 107. fundur 06.02.2023

Dagskrá:

Almenn mál

1.

2211001 - Hulduheimar 17

 

Mál sem var frestað á 105. fundi sveitarstjórnar. Uppfærð hönnunartillaga vegna áforma í Hulduheimum 17 lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

 

   

2.

2302001 - Kynning framkvæmdarstj. á starfsemi SSNE

 

Framkvæmdarstjóri SSNE, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, mætir til að kynna starfsemi SSNE.

 

   

3.

2302002 - Boð um þátttöku í Grænum skrefum SSNE

 

Sveitarfélögum innan SSNE-svæðisins býðst að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftslagsmálum.

 

   

4.

2004007 - Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps

 

Lögð fram til umræðu tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps eftir yfirferð og athugasemdir KPMG við stjórnsýsluúttekt.

 

   

5.

2001012 - Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga

 

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 26. janúar 2023 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi boðun 38. landsþings sambandsins sem haldið verður á Grand hóteli í Reykjavík föstudaginn 31. mars nk. kl. 10:00.

 

   

7.

2208016 - Fundargerðir HNE

 

227. fundargerð stjórnar HNE lögð fram til kynningar.

 

   

Fundargerðir til kynningar

6.

2201013 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022

 

Fundargerðir 916, 917 og 918 lagðar fram til kynningar.

 

   

8.

2208013 - Fundargerðir stjórnar SSNE

 

47. fundargerð SSNE lögð fram til kynningar.

 

   

 

Aðalmenn eru beðnir að láta vita af forföllum í tíma svo hægt sé að boða varamenn.

 

Svalbarðseyri 06.02.2023,

Gestur Jensson
Oddviti.