Fundarboð 132. fundur 09.04.2024

Dagskrá:

Almenn mál

1.

2404001 - Ársreikningur 2023

 

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2023 - fyrri umræða. Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG mætir á fundinn og fer yfir reikninginn.

 

   

2.

2404002 - Skipulagsmál í Valsárskóla

 

Erindi frá skólastjóra Valsárskóla.

 

   

3.

2403008 - Molta - Ársreikningur

 

Molta - Ársreikningur árið 2023.

 

   

4.

2403004 - Kotabyggð 48 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

 

Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur borist byggingarleyfisumsókn frá BB byggingum ehf. vegna nýbyggingar 226,5 fm einbýlishúss á lóðinni Kotabyggð 48. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valbirni Ægi Vilhjálmssyni dags. 11. mars 2024. Byggingaráformin gera ráð fyrir að þakhæð hússins verði 6,75 m yfir gólfkóta neðri hæðar en skv. skilmálum gildandi deiliskipulags má heildarhæð húsa vera 6,0 m að hámarki. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um erindið.

 

   

5.

2403002 - Hallland 1 - umsókn um viðbyggingu

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Mána Guðmundssyni sem óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir geymslu ásamt bílskýli með þaksvölum alls 173,1 fm á lóðinni Hallland 1. Erindinu fylgir uppdráttur frá Guðmundi Gunnarssyni dags. 13. febrúar 2024.

 

   

6.

2403003 - Þórsmörk 3 - umsókn um byggingu gestahúss

 

Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur borist byggingarleyfisumsókn frá Þóri Guðmundssyni sem fyrir hönd eigenda Þórsmerkur 3 sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 37,7 fm gestahúss á lóðinni Þórsmörk 3. Erindinu fylgja uppdrættir frá Þóri Guðmundssyni dags. 2. mars 2024. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um erindið.

 

   

7.

2211001 - Hulduheimar 17

 

Erindi vegna Hulduheimar 17,beiðni um aukið byggingarmagn.

 

   

8.

2311003 - Hallland 7

 

Fyrir fundinum liggur umsögn Skipulagsstofnunar vegna beiðni um undanþágu frá kröfu skipulagsreglugerðar um fjarlægð íbúðarhúsa frá tengivegi vegna byggingaráforma á lóðinni Hallland 7. Stofnunin leggst gegn veitingu undanþágunnar og hefur ráðherra veitt sveitarfélaginu frest til 12. apríl til að koma athugasemdum sínum vegna málsins á framfæri.

 

   

9.

2211008 - Rammahluti aðalskipulags

 

Kynningartímabili vinnslutillögu fyrir rammahluta skipulags (Heiðin) lauk 14. febrúar sl. og fyrir fundinum liggja 26 umsagnir sem bárust vegna málsins auk minnispunkta af kynningarfundi sem haldinn var 1. febrúar 2024.

 

   

10.

2403006 - Afmælisnefnd

 

Lýðveldi Íslands 80. ára, erindi frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og afmælisnefnd.

 

   

11.

2001012 - Samband íslenskra sveitarfélaga

 

Samband ísl. sveitarfélaga, erindi vegna kjarasamninga.

 

   

Fundargerðir til kynningar

12.

2201013 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 945 lögð fram til kynningar.

 

   

13.

2202007 - Fundargerðir stjórnar Norðurorku

 

Fundargerðir stjórnar Norðurorku nr. 295 og 296 lagðar fram til kynningar.

 

   

14.

2208013 - Fundargerðir stjórnar SSNE

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr.61 lögð fram til kynningar.

 

   

15.

2202008 - Hafnarsamlag fundargerðir

 

Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 286 lögð fram til kynningar.

 

   

16.

2204002 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerðir

 

Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar nr. 145 lögð fram til kynningar.

 

   

 

Aðalmenn eru beðnir að láta vita af forföllum í tíma svo hægt sé að boða varamenn.

 

Svalbarðseyri 05.04.2024,

Gestur Jensson
Oddviti.