Fundarboð 137. fundur 26. júní 2024

137. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 26. júní 2024 kl. 14:00.

Dagskrá:

Almenn mál

1.

2405007 - Túnsberg L152953 - umsókn um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku 2024

 

Erindi sem frestað var á 136. fundi sveitarstjórnar frá landeigendum Túnsbergs þar sem þeir óska eftir breytingu á aðalskipulagi vegna skilgreiningar nýs efnistökusvæðis á jörðinni.

 

   

2.

2403003 - Þórsmörk 3 - umsókn um byggingu gestahúss

 

Eigandi að Þórsmörk 3 (L2160473), Stompur ehf, óskar eftir heimild sveitarstjórnar Svalbarðsstrandahrepps til að staðsetja gestahús að Þórsmörk 3 nær Grenivíkurvegi (vegnr. 83) en tilgreint er í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, gr. 5.3.2.5.d. Fyrirhuguð staðsetning gestahússins er í um 55 m fjarlægð frá Grenivíkurvegi (vegnr. 83)

 

   

3.

2406004 - Litli-Hvammur L152908 - viðbygging við núverandi einbýlishús

 

Umsókn frá Katrínu Regínu Frímannsdóttur þar sem hún sækir um að fá að byggja við eldra íbúðarhús að Litla-Hvammi (L152908) en umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Kollgátu dags. 08.05.2024.

 

   

4.

2404011 - Sólheimar 12 L225713 - breyting á byggingarreit v.bílskúrsbyggingar

 

Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur borist byggingarleyfisumsókn frá Brynjólfi Árnasyni sem fyrir hönd eigenda Sólheima 12 sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 65,5 fm bílskúrs á lóðinni Sólheimar 12. Erindinu fylgja afstöðumynd og byggingarlýsing frá BÁ hönnun dags. 4. júní 2024. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um erindið.

 

   

5.

2406000 - Geldingsá lóð L172656 - umsókn um stækkun lóðar

 

Árholt ehf. og eigendur jarðarinnar Sólbergs óska eftir hnitsetningu og um leið stækkun á lóðinni Geldingsá lóð (L172656). Á lóðinni er sumarhús í eigu Árna Vals Vilhjámssonar og var áður lóðarleigusamningur á lóðinni en í maí sl. var gerður kaupsamningur við Árna Val um hana ásamt stækkun. Lóðin er í dag skráð 6000 m² en myndi við stækkun verða 7907 m². Merkjalýsing unnin af Guðmundi H. Gunnarssyni dags. 05.06.2024 fylgir erindinu.

 

   

6.

2406006 - Hallland, íbúðarsvæði ÍB15, áfangi 2 - beiðni um breytingu á deiliskipulagi

 

Hallland ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi Halllands, íbúðarsvæðis ÍB15, áfanga 2 þar sem bætt yrði við einni 2367 m² íbúðarhúsalóð, Hulduheimum 18, norðan við lóðina Hulduheima 17. Jafnframt yrði bætt viðaðkomu að nýju lóðinni. Hámarksstærð íbúðarhúss og bílgeymslu á hinni nýju lóð yrði 400 m²

 

   

7.

2105002 - Lóðir í landi Sólbergs

 

Merkjalýsing fyrir landspildur í landi Sólbergs og breyting á afmörkun á lóðinni Traðir.

 

   

8.

2311008 - Erindi frá SSNE

 

SSNE, samhæfð svæðaskipan farsældarráða,tillaga frá mennta- og barnamálaráðuneyti.

 

   

9.

2405002 - Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra.

 

Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra,
síðari umræða.

 

   

10.

2406007 - Tónlistarskólinn á Akureyri

 

Erindi frá Tónlistarskóla Akureyrar.

 

   

11.

2406008 - Hlutafjáraukning 2024

 

Erindi frá stjórn Greiðrar leiðar til hluthafa í Greiðri leið ehf.

 

   

12.

2406005 - Fjárhagur 2024

 

Staða fjármála eftir fyrsta ársfjórðung.

 

   

13.

2406010 - Fasteignamat 2025

 

Tilkynning um fasteignamat 2025 lagt fram til kynningar

 

   

14.

2406013 - Samstarf um nýsköpun á Norðurlandi

 

Frá Drift EA, kynning samstarf um nýsköpun.

 

   

Fundargerðir til staðfestingar

15.

2405001F - Skólanefnd - 30

 

Skólanefnd vísar til sveitarstjórnar beiðni leikskólastjóra Álfaborgar um aukið stöðugildi vegna stuðnings a.m.k. til tveggja ára. Bryndís Hafþórsdóttir skólastjóri Álfaborgar kom á fundinn undir þessum lið.

 

15.4

2206003 - Starfsmannamál - Almennt

 

   

Fundargerðir til kynningar

16.

2406009 - Aðalfundur Greiðrar leiðar 2024

 

Fundargerð Aðalfundar Greiðar leiðar ehf.

 

   

17.

2208013 - Fundargerðir stjórnar SSNE

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 64 lögð fram til kynningar.

 

   

18.

2203006 - Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 72 lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi mál var tekið fyrir tengt Svalbarðsstrandarhreppi.
1. Meyjarhóll 2 L217628 - viðbygging 2024 - 2405004
Heiðrún Guðmundsdóttir kt.020557-2229 Meyjarhóli 2, Svalbarðsstrandarhreppi sækir
um byggingarheimild vegna viðbyggingar 12.5fm anddyri við einbýlishús á lóðinni
Meyjarhóll 2, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Guðmundi
Gunnarssyni dags. 2024-05-04.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

   

19.

2201013 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022-2026

 

Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 948 lögð fram til kynningar.

 

   

20.

2202007 - Fundargerðir stjórnar Norðurorku

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 299 lögð fram til kynningar.

 

   

Aðalmenn eru beðnir að láta vita af forföllum í tíma svo hægt sé að boða varamenn.

Svalbarðseyri 24.06.2024,

Gestur Jensson
Oddviti.